« Ben Folds | Aðalsíða | Niðurröðun á hagfræðideildum »

Ben Folds - Annar hluti

mars 03, 2002

Við Hildur fórum að sjá Ben Folds spila í The Vic í gær. Reyndar mættum við aðeins of seint, þar sem við þurftum að bíða nokkuð lengi eftir borði á Mia Francesca.

Tónleikaferðin hans Ben Folds heitir því viðeigandi nafni "ben folds and a piano", þar sem hann var einn á sviðinu allan tímann með píanóið sitt. Tónleikarnir voru frábærir. Folds er alger snillingur, því honum tekst að koma lögunum sínum frábærlega til skila án þess að notast við trommur né bassa.

Hann tók flest bestu lögin af nýju plötunni sinni, svo sem "Still Fighting It", "Fred Jones part 2" og "Rocking the Suburbs", sem að hét upphaflega "Korn Sucks". Svo tók hann líka gömul lög einsog "Philosophy" og "Best Imitation of Myself"

Einar Örn uppfærði kl. 23:02 | 124 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?