« mars 13, 2002 | Main | mars 15, 2002 »

Ókeypis til Ísrael

mars 14, 2002

Það er greinilegt að ferðamálaráðið í Ísrael er í ham þessa dagana. Jens PR bendir á kynningu á sólarlandaferðum til Ísrael á Íslandi. Í skólanum mínum var í gær verið að kynna ferðir til Ísraels. Öllum gyðingum á milli 18 og 26 er boðið í ókeypis ferðalag í 10 daga til Ísrael.

Nokkrir af mínum bestu vinum hérna eru gyðingar en ég efast um að þeim langi mikið til Ísrael akkúrat þessa stundina.

Ég er ennþá í þjóðkirkjunni, sem er víst lúterstrúar. Mér finnst að lúterska kirkjan ætti að bjóða mér ókeypis til Þýskalands.

95 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Box í sjónvarpinu

mars 14, 2002

Sjónvarpsstöðin Fox er án efa sú metnaðarfyllsta í dagskrárgerð hér í Bandaríkjunum. Sem dæmi um frábæra þætti má nefna Who wants to marry a multi-millionaire, Love Cruise, Temptation Island og Glutton Bowl - The world's greatest eating contest.

Í kvöld ætla þeir á stöðinni að toppa það allt með Celebrity Boxing. Þarna munu útbrunnar stjörnur berjast í alvöru boxi. M.a. mun Vanilla Ice berjast við Todd Bridges. Síðan mun skautastjarnan Tonya Harding berjast við fyrrum ástkonu Bill Clinton, Paulu Jones.

Ef þetta verður ekki snilld, þá mun ég hætta að horfa á sjónvarp.

94 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33