« mars 15, 2002 | Main | mars 17, 2002 »

E.T. með smá breytingum

mars 16, 2002

Um næstu helgi á að byrja að sýna E.T. aftur í bandarískum kvikmyndahúsum. Þetta er svo sem ekkert svo merkilegt, Steven Spielberg vantar sennilega pening.

Það, sem mér finnst einna skemmtilegast er að Spielberg hefur notað tölvutækni til að breyta sumum atriðum í myndinni. Til dæmis, þegar einn krakki er á leið á grímuball var upphaflega sagt við hann "he looks like a terrorist" en því var breytt í "like a hippie".

Einnig í lokaatriðinu, þegar E.T. og Elliott hjóla framhjá lögreglumönnum, þá er búið að fjarlægja riffla úr höndum lögreglumanna og í staðinn eru komnar talstöðvar. Einsog snillingurinn Lewis Black benti á í The Daily Show í gær þá nota löggurnar sennilega talstöðvarnar til að spyrja hvorn annan: "Where the hell are our guns. We're trying to catch a friggin' alien".

132 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Kvikmyndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33