« apríl 04, 2002 | Main | apríl 09, 2002 »

Auðvitað

apríl 06, 2002

Auðvitað tókst Bulls að tapa í gær. Cubs töpuðu líka í gær og Arsenal og Man Utd unnu í dag. Hvar endar þetta helvíti?

Leikurinn var annars nokkuð góður. Allir púuðu á Charles Oakley, sem var gaman. Svo er það alltaf skemmtileg reynsla að fara á NBA leik. Sem sagt Bulls töpuðu, þannig að ég er ekki hið týnda lukkudýr.

60 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

Bulls og Air Canada

apríl 06, 2002

Við Hildur erum að fara á NBA leik á eftir. Hildur hefur aldrei farið á körfuboltaleik hérna, þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða á Bulls-Raptors.

Það er nokkuð síðan ég keypti þessa miða, sem kostuðu 15 dollara og hafði ég planað að sjá Vince Carter spila. Hann er hins vegar meiddur og spilar ekki með.

Ég hef séð Bulls spila tvisvar og hafa þeir unnið í bæði skiptin. Núna hafa þeir hins vegar tapað sjö leikjum í röð. Ef þeir vinna í röð, þá er ég klár á því að ég er týnda lukkudýrið þeirra og mun heimta að fá að skipta við Benny the Bull.

Það verður þó nokkuð gaman að sjá nýju Bulls leikmennina, Jalen Rose, Eddie Curry og Tyson Chandler.

126 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33