« apríl 12, 2002 | Main | apríl 17, 2002 »

Helgin, Hugo og misskilningur Stefáns P.

apríl 15, 2002

Ja hérna, ég er ađ fara í skólann á stuttbuxum í fyrsta skipti á ţessu ári. Jibbííí. Veđriđ í gćr var líka alger snilld. Ég var ađ keppa í fótbolta og ţađ var svo heitt ađ ég var nánast örmagna eftir leikinn. Mér tókst ţó ađ pota inn einu marki međ vinstri og viđ unnum 2-0.

Ţađ er alltaf jafn gaman ađ labba um campusinn ţegar veđriđ er gott. Ţá fyllast allir grasblettir af fólki. Northwestern nemendur eru ţó ávallt sömu nördarnir ţví allir eru međ bók og yfirstrikanapenna í hönd.

Annars fórum viđ Hildur í sittvhoru lagi á djammiđ á föstudag. Hildur fór á barhopp međan ég fór í partí til einnar vinkonu minnar, sem var fínt.

Svo horfđi ég á Liverpool, Cubs og Bulls vinna leiki og viđ Hildur fórum í bíó og sáum Changing Lanes, sem var fín.

Já, og svo á međan ég naut góđa veđursins komst félagi Chavez aftur til valda. Ég ćtla í ţessari viku ađ skrifa smá pistil um hann. Stefán Pálsson minnist á endurkomu Chavez og segir sögur um fylgishrun Chavez vera komnar til vegna áhrifa frá hćgrisinnuđum bandarískum fjölmiđlum. Má ég benda á ţá stađreynd ađ ţegar Chavez var kosinn studdu 57% landsmanna hann en í nýlegri könnun, sem El Universal (dablađ í Caracas) tók ţá fékk Chavez ađeins stuđning 35% kjósenda. Ţetta var ţó áđur en fylgismenn hans byrjuđu ađ myrđa saklausa mótmćlendur.

235 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Dagbók & Stjórnmál

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33