« maí 03, 2002 | Main | maí 09, 2002 »

Ó já, meiri baseball

maí 06, 2002

Núna er 25 stigi hiti úti, sem er frekar svekkjandi akkúrat þessa stundina, þar sem ég er að vinna í tölvuverkefni.

Hins vegar er ég að fara í kvöld á baseball leik. Það er fátt skemmtilegra í svona góðu veðri en að horfa á góðan leik. Í kvöld eru Cubs að taka á móti Cardinals og er ég að fara með Dan vini mínum.

Cardinals eru einmitt erkifjendur Cubs og er þetta fyrsti leikurinn á milli þessara liða í ár. Ég keypti líka miða í "bleachers", sem eru sætin, þar sem aðal stuðningsmennirnir eru. Þessir miðar kostuðu 20 dollarar hver en á Ebay voru þeir að seljast fyrir meira en 200 dollara.

Ég er bjartsýnn á leikinn í kvöld, enda er besti kastarinn hjá Cubs, Jon Lieber, að kasta. Þetta ætti að verða gaman.

135 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33