« maí 17, 2002 | Main | maí 24, 2002 »

Kredit kort fyrir alla

maí 20, 2002

Þetta lesendabréf birtist í síðasta tölublaði The Economist. Mér fannst það nokkuð fyndið.

Felix qui nihil debet

SIR – You mention that banks issue credit cards to people with no job or bank account (“Debtors' bail”, May 4th). In my experience, they even issue pre-approved cards to people who do not exist. I subscribe to publications using different first names, to track who sells their list to whom. My subscription for The Economist comes to “Felix” Pelletier, who sounds good and smart. “Ingemar” Pelletier gets ski mags, “Bud” Pelletier visits beer-related websites, etc. They have no jobs or bank accounts as they do not exist. Yet in Felix's post bag every year are several pre-approved credit-card applications, with $50,000 being the highest credit offered thus far. So if Felix takes up the offer of the card, he could buy Ingemar some new snowboards and Bud a pint or two.


The Economist skrifaði um það fyrir nokkru að nánast öllum hér í Bandaríkjunum séu boðin kredit kort, sem séu "pre-approved", það er, maður þarf í raun ekki að hafa neinar tekjur né eignir til að fá kredit kort. Það kemur svo náttúrulega uppúr að The Economist selur áskrifendalistann sinn til kredit korta fyrirtækja og þau senda svo kredit kort til allra áskrifendanna.

Ég fæ sennilega svona 10-15 tilboð um kredit kort í hverri viku. Þar, sem ég er þegar með þrjú kredit kort og eitt debet kort (af hverju, veit ég ekki), þá þarf ég varla á fleiri kortum að halda.

Það er nokkuð skemmtilegt að þessir fyrirtæki, sem kaupa póstlistanna halda að áskrifendur The Economist séu allir eins. Þannig fær maður fullt af tilboðum um að ganga í alls konar samtök fyrir stjórnendur auk þess að maður er beðinn um fjárframlög til hægrisinnaðra stofnanna í Washington.

Einnig hef ég fengið fjöldann allan af kredit kortum, þar sem mér er lofað úttektarheimild upp að 5.000 dollururm á mánuði án þess þó að kortafyrirtækin viti neitt um mig nema það að ég hef góðan smekk fyrir tímaritum.

336 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Hagfræði

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33