« maí 24, 2002 | Main | maí 30, 2002 »

Damn Yankees!

maí 28, 2002

Jammm, við Hildur erum að fara ásamt Dan á Chicago White Sox - New York Yankees, sem verður á Comiskey Park í kvöld.

Ég þoli ekki White Sox af því að ég er Cubs aðdáandi og ég þoli ekki Yankees af því að þeir eru leiðinlegir og eru auk þess í einhverju markaðssamstarfi við lið djöfulsins. Ég held samt að ég haldi frekar með White Sox.

Dan er frá Boston og hann hatar Yankees meira en hagfræðiverkefni, þannig að hann verður sennilega heitur í kvöld. Hann ætlar líka að mæta í Giambi Sucks!! bolnum sínum. Það verður fjör!

100 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

Síðustu dagur, annar hluti

maí 28, 2002

Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum, þá fékk ég í fyrsta skipti frí í skóla í gær en þá var Memorial Day, þar sem bandaríkjamenn minnast fallinna hermanna. Þetta er einmitt í fyrsta skipti í þau þrjú ár, sem ég hef stundað nám hér, að ég fæ frí.

Það var svo sem ágætt að fá einn auka frídag, þar sem ég er að klára viðskiptaplan fyrir einn tíma, sem ég á að skila á morgun.

Annars var Dillo Day á laugardaginn, en það er aðal partídagur Northwestern nemenda. Þá reyna nemendur að gleyma því að þeir eru flestallir nördar og reyna að skemmta sér einsog fólk í stóru ríksskólunum hér í kring. Allavegana, þá byrjaði dagurinn um klukkan 11 er við Hildur fórum heim til Dan vinar míns. Íbúðin hans var í rúst eftir partí, sem herbergisfélagi hans hafði haldið daginn áður, þannig að hann var feginn að komast út. Við skelltum okkur því heim til Eddy, vinar Dan. Þar var boðið uppá bjór og kleinuhringi, sem er uppáhaldsfæða Homer Simpson. Við áttum hins vegar erfitt með að þola tónlistina, sem var full há og leiðinleg fyrir okkar smekk.

Við kusum því að fara eftir smá stund. Við fórum því heim til þriggja vinkvenna okkar, þar sem við fengum okkur nokkra bjóra. Eftir það löbbuðum við uppí Patten íþróttahúsið, þar sem voru tónleikar í gangi. Þegar við komum var hljómsveitin Dismemberment Plan að spila. Þetta var alveg hreint afbragðsgóð hljómsveit, sem kom mér skemmtilega á óvart. Hörku rokk!

Eftir að ég var búinn að tapa heyrn á vinstra eyra ákváðum við að koma okkur. Við hittum fyrir utan Ryan vin okkar og fórum við með honum, Kate, Elizabeth, Kristinu og Dan í eitthvað partí, sem var rétthjá campus. Þar entumst við hins vegar ekki lengi, þar sem við Dan vildum fara að horfa á körfubolta, því Boston Celtics voru í sjónvarpinu. Leikurinn leit reyndar hræðilega út, þar sem Boston voru strax 20 stigum undir, þannig að ég ákvað að skella mér heim og leggja mig.

Hildur vakti mig um klukkan 8 en þá var Katie í símanum og vildi hún endilega fá mig aftur á tónleikana. Hildur var á leiðinni í partí með vinum úr sínum skóla, þannig að ég fór einn og hitti Katie, Kristinu og Elizabeth og við röltum uppí Patten. Þar voru Béla Fleck and the Flecktones að spila. Þeir félagar eru sennilega þekktastir á Íslandi fyrir Sinister Minister, sem var aðallagið í morgunþætti Eiríks Jónssonar, sem var einu sinni á Bylgjunni. Allavegana, þetta er mikið djamm band og var góð stemning.

Eftir tónleikana fór ég heim til stelpnanna, þar sem við vorum að skemmta okkur ásamt fullt af fólki fram eftir morgni.

444 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Síðustu dagar, fyrsti hluti - Quarashi, Tenacious D

maí 28, 2002

Þrátt fyrir mikla verkefnavinnu þá hefur ég gert sitthvað skemmtilegt undanfarið.

Um þarsíðustu helgi fórum við Hildur á Q101 Jamboree með þrem vinkonum okkar. Við vorum rétt mætt á staðinn þegar við heyrðum að Quarashi voru byrjaðir að spila á litla sviðinu og því hljópum við í þá átt. Quarashi voru helvíti góðir. Þeir tóku lög af bandarísku plötunni þeirra plús Switchstance. Þeir tóku meira að segja Tarfinn á íslensku, sem var nokkuð gaman að heyra.

Ég hef það á tilfinningunni að við Hildur höfum verið þau elstu í áhorfendahópnum. Þessi hópur var einsog nýkominn af Limp Bizkit tónleikum. Ég er miklu hrifnari af rólegri lögunum einsog Malone Lives og Xeneizes, frekar en rokk-rapp lögunum einsog Copycat. En þar sem fyrsta smáskífan þeirra hérna er Stick 'Em Up, þá er kannski ekki nema von að þeir höfði helst til Limp Bizkit fan klúbbsins. Ég er þó viss um að það á eftir að breytast þegar næsta smáskífa kemur út, það er ef það er ekki Copycat. Allavegana, þá voru tónleikarnir frábærir enda eru Quarashi snillingar.

Á eftir þeim ætluðum við Hildur að fá okkur bjór og burrito en komumst að því að Miller Lite kostaði 8 dollara og Burrito 10 dollara. Ég veit ekki á hvaða plánetu þetta fólk býr en það að borga 8 dollara fyrir lítinn bjór er einfaldlega of mikið fyrir mig. Þannig að við skelltum okkur bara að stóra sviðinu, þar sem við hittum vinkonur okkar. Við sátum á grasinu fyrir aftan sætin. Það fyrsta, sem við sáum á sviðinu voru The Strokes, sem voru nokkuð góðir, þrátt fyrir að ég sé sammála því, sem Dr. Gunni sagði um The Strokes, það er að manni finnst einsog öll lögin renni í eitt eftir smá tíma.

Á eftir þeim kom einhver hljómsveit, sem ég nennti ekki að horfa á en síðan komu Tenacious D. Það var einsog fullt af fólki hefði bara komið til að sjá þá, því allt fylltist þegar þeir komu á svið. Þeir voru nokkurn veginn einsog ég bjóst við. Jack Black var nokkuð fyndinn og þeir tóku þau tvö lög, sem mér finnst skemmtilegust, það er Wonderboy og Tribute. Svo tóku þeir líka Fuck her Gently og nokkur önnur lög, sem ég þekkti ekki jafnvel.

Á eftir þeim kom svo Zwan, nýja Billy Corgan hljómsveitin. Sú sveit er alger snilld. Ég hafði ekki heyrt neitt með þeim en ég var rosalega hrifinn. Þetta er miklu betra en Corgan var að gera síðustu árin með Smashing Pumpkins. Ég get ekki beðið eftir fyrstu plötunni frá þeim. Lofar mjög góðu.

Á eftir Zwan var Kid Rock, þannig að við ákváðum að fara. Við keyrðum alveg frá Tinley Park, sem er í suðurhluta Chicago uppí Arlington Heights, sem er úthverfi fyrir norðan Chicago. Þar fórum við í ágætt partí til vinkonu Hildar og þar vorum við eitthvað fram á nótt.

475 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónleikar

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33