« Fyrsta HM færslan | Aðalsíða | Síðustu dagur, annar hluti »

Síðustu dagar, fyrsti hluti - Quarashi, Tenacious D

maí 28, 2002

Þrátt fyrir mikla verkefnavinnu þá hefur ég gert sitthvað skemmtilegt undanfarið.

Um þarsíðustu helgi fórum við Hildur á Q101 Jamboree með þrem vinkonum okkar. Við vorum rétt mætt á staðinn þegar við heyrðum að Quarashi voru byrjaðir að spila á litla sviðinu og því hljópum við í þá átt. Quarashi voru helvíti góðir. Þeir tóku lög af bandarísku plötunni þeirra plús Switchstance. Þeir tóku meira að segja Tarfinn á íslensku, sem var nokkuð gaman að heyra.

Ég hef það á tilfinningunni að við Hildur höfum verið þau elstu í áhorfendahópnum. Þessi hópur var einsog nýkominn af Limp Bizkit tónleikum. Ég er miklu hrifnari af rólegri lögunum einsog Malone Lives og Xeneizes, frekar en rokk-rapp lögunum einsog Copycat. En þar sem fyrsta smáskífan þeirra hérna er Stick 'Em Up, þá er kannski ekki nema von að þeir höfði helst til Limp Bizkit fan klúbbsins. Ég er þó viss um að það á eftir að breytast þegar næsta smáskífa kemur út, það er ef það er ekki Copycat. Allavegana, þá voru tónleikarnir frábærir enda eru Quarashi snillingar.

Á eftir þeim ætluðum við Hildur að fá okkur bjór og burrito en komumst að því að Miller Lite kostaði 8 dollara og Burrito 10 dollara. Ég veit ekki á hvaða plánetu þetta fólk býr en það að borga 8 dollara fyrir lítinn bjór er einfaldlega of mikið fyrir mig. Þannig að við skelltum okkur bara að stóra sviðinu, þar sem við hittum vinkonur okkar. Við sátum á grasinu fyrir aftan sætin. Það fyrsta, sem við sáum á sviðinu voru The Strokes, sem voru nokkuð góðir, þrátt fyrir að ég sé sammála því, sem Dr. Gunni sagði um The Strokes, það er að manni finnst einsog öll lögin renni í eitt eftir smá tíma.

Á eftir þeim kom einhver hljómsveit, sem ég nennti ekki að horfa á en síðan komu Tenacious D. Það var einsog fullt af fólki hefði bara komið til að sjá þá, því allt fylltist þegar þeir komu á svið. Þeir voru nokkurn veginn einsog ég bjóst við. Jack Black var nokkuð fyndinn og þeir tóku þau tvö lög, sem mér finnst skemmtilegust, það er Wonderboy og Tribute. Svo tóku þeir líka Fuck her Gently og nokkur önnur lög, sem ég þekkti ekki jafnvel.

Á eftir þeim kom svo Zwan, nýja Billy Corgan hljómsveitin. Sú sveit er alger snilld. Ég hafði ekki heyrt neitt með þeim en ég var rosalega hrifinn. Þetta er miklu betra en Corgan var að gera síðustu árin með Smashing Pumpkins. Ég get ekki beðið eftir fyrstu plötunni frá þeim. Lofar mjög góðu.

Á eftir Zwan var Kid Rock, þannig að við ákváðum að fara. Við keyrðum alveg frá Tinley Park, sem er í suðurhluta Chicago uppí Arlington Heights, sem er úthverfi fyrir norðan Chicago. Þar fórum við í ágætt partí til vinkonu Hildar og þar vorum við eitthvað fram á nótt.

Einar Örn uppfærði kl. 15:25 | 475 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?