« júní 03, 2002 | Main | júní 09, 2002 »

Alveg að koma

júní 06, 2002


Ólíkt 99% háskólanema í Bandaríkjunum, þá eru nemendur í Northwestern á fjögurra anna kerfi. Þannig að þótt nær allir háskólanemar í þessu landi hafi útskrifast í maí þá erum við hér í úthverfi Chicago ennþá að læra.

Núna er lestrarvika, eða partívika. Það fer aðallega eftir því hvað fólk hefur verið duglegt og hve mörgum ritgerðum fólk á að skila. Ég er búinn að vera frekar upptekinn þessa viku. Ég þurfti að klára stórt hagfræðiverkefni, sem tókst loks í dag og svo þarf ég líka að læra fyrir þrjú próf en síðasta prófið er á næsta fimmtudag, eða eftir nákvæmlega eina viku.

Annars er búið að vera fullt af dóti fyrir þá, sem eru að útskrifast. Í dag fór ég í hádegisverð í Allen Center, þar sem öllum, sem voru að útskrifast með "Business Institutions" sem minor. Þarna var boðið uppá góðan mat og svo voru einhver ræðuhöld og vesen. Stuttu eftir það þurfti ég svo að halda og hlusta á fyrirlestra um BA hagfræðiritgerðir. Ekki mjög gaman, en það er allavegana búið núna. Á morgun er svo annar hádegisverður, nú á vegum WCAS, sem er skólinn minn innan Northwestern. Þar er boðið öllum þeim, sem útskrifast með Honors gráður í fögum innan skólans.

Þegar prófvikunni lýkur tekur svo við Senior's week, þar sem verður fullt af atburðum fyrir þá, sem eru að útskrifast. Henni lýkur svo á föstudeginum, en sá dagur mun byrja á veislu fyrir hagfræðinemendur og svo verður farið á fótboltavöllinn, þar sem allir skólarnir innan Northwestern munu hlusta á Kofi Annan og fleiri ræðumenn. Á laugardeginum lýkur svo þessum ósköpum þegar skólinn minn mun afhenda öllum prófskírteinin sín.

272 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33