« júní 06, 2002 | Main | júní 11, 2002 »

Kæra dagbók

júní 09, 2002

Jæja, þá er ég búinn að vera að lesa um hagfræði í meira en hálftíma og því kominn tími á pásu. Ætli ég skrifi ekki smá um síðustu daga enda hef ég lítið skrifað á netið og einnig hef ég ekki skrifað neinum tölvupóst lengi.

Byrjum á síðustu helgi. Á föstudeginum fór ég með Dan, Katie og Kristinu í partí, sem var haldið hérna rétt hjá. Þetta partí var í íbúð á þriðju hæð í blokk. Hvernig nágrannarnir gátu þolað þetta partí er mér mikil ráðgáta. Þarna var nefnilega búið að setja upp heljarinnar hljómkerfi og svo voru þrjár hljómsveitir að spila á miðju stofugólfinu. Lætin voru svo mikil að við þurftum að stija út á brunastiganum til að geta talað saman. En þarna var nokkuð gaman og auðvitað var ókeypis bjór og fjör.

Á laugardeginum fórum við Hildur niður á Rush street. Við byrjuðum inná bar, þar sem var verið að sýna fótbolta. Þar lenti ég á spjalli við Argentínumann en í sjónvarpinu var akkúrat verið að sýna Argentínu og Nígeríu (HM leikirnir hérna eru klukkan 1.30, 4.30 og 6.30 á morgnana). Ég var allavegana eitthvað að tjá honum að ég gæti ekki haldið lengur með Argentínu, þar sem að Juan Verón léki með Manchester United og svo var Batistuta eitthvað að gagnrýna Liverpool eftir að Roma tapaði fyrir þeim. Allavegana, þarna á staðnum var Jukebox og ég var voða sniðugur og keypti þrjú lög. Í staðinn fyrir að velja þrjú mismunandi lög ákvað ég bara að velja Freebird þrisvar. Það var gaman. Við ákváðum þó á endanum að yfirgefa staðinn og fórum yfir á Bar Chicago, þar sem við ætluðum að fara að dansa en þær áætlanid klikkuðu þó eitthvað, því við fundum aldrei blessað dansgólfið.

í þessari viku er svo búið að vera mikið að gera í skólanum. Ég er búinn að standa í verkefnaskilum og fleiru. Svo vorum við líka að spila til úrslita í innanskólamótinu í fótbolta og töpuðum við þeim leik og lentum því í öðru sæti af 40 liðum, sem var svo sem fínt.

Núna um helgina var svo aftur tekið frí frá lestrinum og við, Dan og Steve horfðum á Tyson-Lewis heima hjá mér. Bardaginn var á Pay-per-view og kostaði hann litla 55 dollara. En ég vann þó eitthvað af þeim pening tilbaka, því Dan veðjaði á að Tyson myndi vinna. Eftir bardagann fórum við svo í Co-op húsið en þar var heljarinnar partí. Eina við þetta var að fólk mátti bara vera í einni flík. Þess vegna voru stelpurnar flestar í kjólum og strákarnir berir að ofan. Þetta var hálf skrautlegt, en samt gaman.

433 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33