« Leti og djamm | Aðalsíða | Vorönn 2002 »

Ný síða

júní 16, 2002

Þá er ég búinn að flytja allar færslurnar og setja upp allt nýja dótið á þessari nýju síðu, www.einarorn.com.

Ég er byrjaður að nota Moveabletype, sem er að mínu mati mun betra kerfi en Blogger. Það býður uppá fullt af eiginleikum, sem ég er að nýta mér og ég á ábyggilega eftir að bæta við fleiru í framtíðinni.

Það er fullt af nýjum fídusum á þessari síðu. Til að byrja með, þá er nú komið kommenta kerfi. Ef þú vilt senda inn ummæli við færslu, þá smellir þú einfaldlega á ummæli fyrir neðan hverja færslu. Í ummælum er meðal annars hægt að nota broskalla.

Allar færslurnar eru nú flokkaðar niður. Flokkarnir eru eftirfarandi: Bækur | Dagbók | English | Ferðalög | Hagfræði | Kvikmyndir | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tækni | Tónleikar | Tónlist | Viðskipti | Íþróttir. Þú getur valið flokkana hér hægra megin. Ég held að þetta sé nokkuð sniðugt kerfi því sumir, sem heimsækja þessa síðu hafa meiri áhuga á stjórnmálapælingum heldur en djammsögum.

Einnig er hér hægra megin nokkuð sniðugur hlutur en það eru gamlar færslur, "Á þessum degi". Þarna verða færslur frá fyrri árum. Þar, sem ég er búinn að uppfæra síðuna í meira en tvö ár, þá ætti þetta að vera sniðugt.

Einnig er hér til hægri dagatal, þar sem hægt er að sjá færslur frá vissum dögum í hverjum mánuði. Endilega segið mér hvað ykkur finnst. Öll tilmæli eru vel þegin.

Einar Örn uppfærði kl. 21:15 | 247 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (7)


Þetta lítur mjög vel út! :-)

Arnarar sendi inn - 17.06.02 02:40 - (Ummæli #1)

Massa flott, skemmtilegir litir

Sissi sendi inn - 17.06.02 13:52 - (Ummæli #2)

Þetta er mjög flott!

-hvað gerir “muna upplýsingar?”

Kristjan sendi inn - 17.06.02 15:41 - (Ummæli #3)

Muna upplýsingar býr bara til cookie og þá þarftu ekki að skrá inn nafn og email aftur.

Einar Örn sendi inn - 17.06.02 20:02 - (Ummæli #4)

Þetta er andskoti grúvi kerfi, hvernig væri að hafa bulletin board, fyrir svona spjall?

Kristjan sendi inn - 18.06.02 00:28 - (Ummæli #5)

Flokkur “hagfræði” er, sýnist mér, ekki að virka.

Mig langar í svona “flokkakerfi” á mitt blogg. Ég hugsa samt að ég myndi ekki ráða við það sjálfur ef það væri svona fjölflokkað, kannski er ég bara gamaldags, en ég kynni best við fjórflokka kerfi (úff, þetta var fimmaur dagsins). :-)

Ágúst sendi inn - 12.07.02 21:31 - (Ummæli #6)

Já, ég setti inn einhverja gagnrýni á Múrinn og þá fór kerfið bara í fokk og öll hagfræðiskrifin mín lentu í rugli.

Ég finn lykt af samsæri. :-)

Einar Örn sendi inn - 13.07.02 05:52 - (Ummæli #7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?