« júní 16, 2002 | Main | júní 19, 2002 »

Flutningar

júní 18, 2002

Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga vegna þess að ég er að flytja úr þessari holu, sem ég hef kallað mitt heimili síðustu þrjú ár. Ég er búinn að vera að reyna að pakka öllu þessu dóti og hef hent alveg ógurlegu magni af drasli. Í dag fór ég svo á hjálpræðisherinn með 5 poka fulla af fötum.

Annars er lítið spennandi búið að gerast síðustu daga. Er búinn að vera að hanga með vinum á kvöldin og svo hefur maður horft á fótbolta fram eftir morgni. Því hafa svefn venjur mínar verið ansi skrítnar undanfarið.

100 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Mexíkó og Bandaríkin

júní 18, 2002

Ég og Dan horfðum á Mexíkó og Bandaríkin í fyrradag. Ég hélt með Mexíkó en hann auðvitað með Bandaríkjunum. Ég vorkenni Mexíkóum afskaplega mikið eftir þennan ósigur.

Það er nefnilega þannig að fótboltinn var nokkurn veginn það eina, sem Mexíkóar voru betri í en Bandaríkjamenn. Það er erfitt að vera nágrannar valdamestu þjóðar í heimi og Mexíkóar eru með mikla minnimáttarkennd gagnvart nágrönnum sínum í norðri. Þeir gátu þó alltaf montað sig af því að þeir voru betri í fótbolta.

Ég man einu sinni þegar ég bjó í Mexíkó að ég var að tala við einn vin minn yfir nokkrum tequila staupum. Ég hélt því fram að Bandaríkjamenn væru á uppleið í fótboltanum á meðan það væri stöðnun í Mexíkó og því væru Bandaríkjamenn orðnir betri. Þetta var eina skiptið, sem mér tókst að reita Mexíkóbúa til reiði. Ég held að hann hefði verið alveg jafn reiður ef ég hefði kallað systur hans hóru.

Á spænsku sjónvarpsstöðvunum hér er bandaríska landsliðið kallað "El equipo de todos", eða lið allra. Þetta er náttúrulega útaf því að flestir spænskumælandi geta sameinast um bandaríska liðið enda eru þeir frá öllum löndum Suður-Ameríku. Hins vegar þá halda mexíkóskir innflytjendur með Mexíkó. Jafnvel þeir, sem eru fæddir hér halda tryggð við Mexíkó. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir þá.

214 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

Vorönn 2002

júní 18, 2002

Ég er búinn að setja inn nokkrar nýjar myndir. Þetta eru myndir úr nokkrum partíum og baseball leik.

Til að skoða myndirnar smelltu á "Meira".

2002spring132002spring022002spring042002spring06
2002spring052002spring112002spring072002spring08
2002spring142002spring09
25 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Myndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33