« Gagnrýni á Bandaríkin | Aðalsíða | Síðustu dagar »

MIIB og Minority Report

8. júlí, 2002

Ég sá tvær myndir um helgina, sem er svo sem ekki merkilegt, nema að önnur myndin var svo mikil snilld að ég er ennþá að pæla í söguþræðinum.

Allavegana, fyrri myndin var Men In Black 2, sem var ágæt. Mjög svipuð og fyrri myndin og sæmilega fyndin.

Seinni myndin var hins vegar hrein snilld, nýjasta mynd Steven Spielberg, Minority Report. Myndin gerist árið 2054 og fjallar um mann, leikinn af Tom Cruise, sem vinnur í deild, í Washington D.C. lögreglunni, sem handtekur menn áður en þeir fremja glæpi. Þeir geta séð fyrir um glæpi vegna þriggja ungmenna, sem geta séð framtíðina. Allt virkar þetta vel, þangað til að Tom Cruise er sjálfur sakaður um að ætla að drepa mann, sem hann hefur aldrei hitt.

Það borgar sig ekki að segja meira frá söguþræðinum, en sagan er mjög skemmtileg og fær mann til að hugsa eftirá. Annars bendir Jason Kottke á hugsanlega galla í handritinu. Við færsluna hans eru svo athyglisverðar pælingar um myndina. Þeir, sem hafa ekki séð myndina ættu þó að bíða með að lesa greinina.

Meira:
Roger Ebert gefur fjórar stjörnur.
Michael Wilmington hjá Tribune gefur fjórar stjörnur.

Einar Örn uppfærði kl. 16:47 | 191 Orð | Flokkur: Kvikmyndir



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu