« júlí 08, 2002 | Main | júlí 10, 2002 »

Síðustu dagar

júlí 09, 2002

Það er nóg búið að gerast hér í Evanston síðustu daga. Ég bý núna hjá Dan vini mínum en ég þurfti að skila íbúðinni minni í byrjun mánaðarins. Ég er að ganga frá öllum mínum málum og að vinna nokkur vefsíðuverkefni á milli þess, sem maður skemmtir sér með vinunum.

Allavegana, þá var síðasta vika skemmtileg. Fyrstu dagana eftir að ég kom til Bahamas var ég í smá stressi við að laga smá í þeim netmálum, sem ég á að sjá um og svo á kvöldin hékk ég með Dan, Katie, Kristinu og Elizabeth.

Á fjórða júlí voru stelpurnar með grillveislu og mættum við Dan þar með nóg af bjór og hamborgurum, en stelpurnar eru allar grænmetisætur. Við eyddum svo deginum útí garði, grillandi grænmetis- og nautaborgara, drekkandi bjór og spjallandi saman, einsog sennilega flestir Bandaríkjamenn gerðu á þessum degi. Um sjö leytið var bjórinn búinn og því þurftum við að fara útí búð og kaupa meira. Eftir það fórum við svo niður að Northwestern ströndinni, þar sem við horfðum á Evanston flugeldasýninguna, sem var eiginlega betri en sú í Chicago. Eftir sýninguna löbbuuðum við heim til stelpnanna, þar sem við spiluúm eitthvað fram eftir morgni.

Á föstudaginn fór ég svo með Elizabeth á tónleika í Metro. Elizabeth hafði ætlað með bróður sínum, en hann komst ekki, svo hún bauð mér. Þetta voru nokkuð skondnir tónleikar en þeir voru til heiðurs The Smashing Pumpkins og spiluðu sjö "Tribute" hljómsveitir gömul lög með Pumpkins. Eftir tónleikana vorum fórum við útað borða og hittum svo fólkið.

Á laugardag fór ég með Katie niðrí miðbæ Chicago. Við byrjuðum á því að fá okkur burrito og svo fórum við í bátsferð um Chicago ána. Þessi bátsferð fór aðeins útá Michigan vatn, þar sem við gátum séð vel alla skýjaklúfana og svo fór hún upp Chicago ána í gegnum miðbæinn, mjög gaman. Eftir það kíktum við í bíó og sáum Men In Black 2 og svo fórum við útað borða á besta pizzu stað í heimi. Við kíktum svo heim til hinna stelpnanna.

Á sunnudag gerði ég nú ekki mikið. Ég og Katie fórum í göngutúr niður á strönd, þar sem við tókum því rólega og svo fórum við útað borða á Barcelona, sem er Tapas staður hérna í Evanston, sem ég hef alltaf ætlað mér að fara á, en aldrei látið verða af því þangað til núna. Við kíktum svo í bíó um kvöldið og sáum Minority Report.

405 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33