« Prentvilla | Aðalsíða | St. Louis »

Helgin - St. Louis

júlí 12, 2002

Það verður eitthvað lítið að gerast í kvöld hjá mér. Stelpurnar eru allar að fara á White Stripes tónleika og Dan er eitthvað að vesenast.

Á morgun erum við Katie hins vegar að fara til St. Louis, sem er um fimm tíma akstur frá Chicago. Þar sem rúðuþurrkurnar í bílnum mínum virka ekki, þá erum við að fara á gömlum Oldsmobile, sem amma Katie á. Það verður rokk, enda enginn smá bíll.

Við ætlum að vera þar fram á mánudagskvöld. St. Louis er í Missouri ríki og er m.a. heimaborg uppáhaldsbjórsins minns og Gateway Arch. Eina slæma er að Cardinals eru að spila í San Diego og því mun ég ekki sjá neinn baseball um helgina.

Einar Örn uppfærði kl. 19:02 | 117 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (2)


Bud Light=bjór?

Svo vitnað sé í Monthy Python: American beer is like making love in a canoe… fu**ing close to water! :-)

Ágúst Flyg. sendi inn - 12.07.02 21:20 - (Ummæli #1)

Yeah yeah!

Ég er orðinn vanur gagnrýni á Budweiser. Í hvert einasta skipti, sem ég tek upp Budweiser í partíi heima á Íslandi koma einhverjir sérfræðingar og byrja að tala um að amerískur bjór sé ekki alvöru bjór. Það er náttúrulega bull. Þetta snýst um bragð en ekki styrkleika.

Annars þá drakk ég einu sinni alltaf Stolichnaya í Brazza, en löng vera í Bandaríkjunum hefur svo sannarlega breytt mér. :-)

Einar Örn sendi inn - 13.07.02 05:50 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?