« júlí 20, 2002 | Main | júlí 23, 2002 »

Hermenn og hamborgarar

júlí 22, 2002

Síđustu dagar hérna í Evanston eru búnir ađ vera góđir. Veđriđ er frábćrt og ég er ekkert alltof busy í vefmálum, ţannig ađ ég hef haft mikiđ af frítíma. Annars fer ţessu nú ađ ljúka og ég er sennilega á leiđ heim til Íslands í nćstu viku.

Helgin var góđ. Á föstudaginn vorum viđ Dan međ grillveislu, ţar sem Dave og Daria komu ásamt fleira fólki. Dave ţessi er nýkominn aftur til Evanston, en hann var međ okkur í Northwestern fyrsta áriđ. Síđustu ţrjú ár hefur hann veriđ í ísraelska hernum. Dave er fćddur í Bandaríkjunum en pabbi hans, sem er mjög trúađur flutti međ honum til Ísraels ţegar hann var á menntaskólaaldri. Dave ákvađ ađ taka upp tvöfaldan ríkisborgararétt, ţrátt fyrir ađ hann hafi vitađ ađ ţađ myndi ţíđa ađ hann gćti ţurft ađ ganga í herinn.

Viđ spjölluđum ađeins um veru hans í hernum og ástandiđ í Ísrael, en ţćr samrćđur voru ţó hálf brenglađar vegna bjórdrykkju. Dave er nokkuđ vinstrisinnađur (hver í ósköpunum er ekki vinstrisinnađur í ţessum blessađa skóla) en hann kaus samt Ariel Sharon í síđustu kosningum. Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ tala viđ hann um ţessi málefni, ţar sem ég veit augljóslega harla lítiđ um Ísrael og Palestínu og ţví erfitt fyrir mig ađ fara mikinn í röksemdafćrslu fyrir palestínsku ríki.

Allavegana, ţá var Dave heppinn ađ vera klár, ţví honum tókst ađ mestu ađ forđast bardaga, ţví klárari hermenn eru oftast settir í stöđur, sem henta ţeim betur.

Á laugardaginn gerđi ég nú ekki mikiđ. Viđ Katie kíktum smá í Old Orchard, sem er verslunarmiđstöđ hér rétt hjá og keypti ég mér eitthvađ af fötum. Á sunnudag fórum viđ svo í grillveislu heim til systur Katie, ţar sem var bođiđ uppá hamborgara og steikur og lćti. Ég er búinn ađ borđa yfir mig af grilluđum hamborgurum síđustu daga.

305 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:Ég nota MT 3.33