« Ýmislegt | Aðalsíða | Mugabe »

Hermenn og hamborgarar

júlí 22, 2002

Síðustu dagar hérna í Evanston eru búnir að vera góðir. Veðrið er frábært og ég er ekkert alltof busy í vefmálum, þannig að ég hef haft mikið af frítíma. Annars fer þessu nú að ljúka og ég er sennilega á leið heim til Íslands í næstu viku.

Helgin var góð. Á föstudaginn vorum við Dan með grillveislu, þar sem Dave og Daria komu ásamt fleira fólki. Dave þessi er nýkominn aftur til Evanston, en hann var með okkur í Northwestern fyrsta árið. Síðustu þrjú ár hefur hann verið í ísraelska hernum. Dave er fæddur í Bandaríkjunum en pabbi hans, sem er mjög trúaður flutti með honum til Ísraels þegar hann var á menntaskólaaldri. Dave ákvað að taka upp tvöfaldan ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hann hafi vitað að það myndi þíða að hann gæti þurft að ganga í herinn.

Við spjölluðum aðeins um veru hans í hernum og ástandið í Ísrael, en þær samræður voru þó hálf brenglaðar vegna bjórdrykkju. Dave er nokkuð vinstrisinnaður (hver í ósköpunum er ekki vinstrisinnaður í þessum blessaða skóla) en hann kaus samt Ariel Sharon í síðustu kosningum. Það er dálítið skrítið að tala við hann um þessi málefni, þar sem ég veit augljóslega harla lítið um Ísrael og Palestínu og því erfitt fyrir mig að fara mikinn í röksemdafærslu fyrir palestínsku ríki.

Allavegana, þá var Dave heppinn að vera klár, því honum tókst að mestu að forðast bardaga, því klárari hermenn eru oftast settir í stöður, sem henta þeim betur.

Á laugardaginn gerði ég nú ekki mikið. Við Katie kíktum smá í Old Orchard, sem er verslunarmiðstöð hér rétt hjá og keypti ég mér eitthvað af fötum. Á sunnudag fórum við svo í grillveislu heim til systur Katie, þar sem var boðið uppá hamborgara og steikur og læti. Ég er búinn að borða yfir mig af grilluðum hamborgurum síðustu daga.

Einar Örn uppfærði kl. 22:17 | 305 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?