« Ferdinand, Campbell og Hyppia | Aðalsíða | Endurtekið efni um alþjóðavæðingu »

Síðustu dagarnir

júlí 26, 2002

Þá eru aðeins örfáir dagar þangað til að ég á flug heim til Íslands. Síðustu daga er ég búinn að vera á fullu við að reyna að ganga frá mínum málum.

Svo er ég að reyna að borða á öllum uppáhaldsstöðunum mínum í síðasta skipti. Fór í gær á Olive Mountain, sem er uppáhaldsstaðurinn minn hér í Evanston og svo þarf ég að fara einu sinni í viðbót á uppáhaldspizzustaðinn minn, CPK.

Við Katie erum að fara til Winnebago, sem er lítill bær vestur af Chicago, þar sem við ætlum að vera um helgina. Annars vona ég bara að mér takist að redda öllum mínum málum hér en ég á flug til Boston á miðvikudag.

Einar Örn uppfærði kl. 17:56 | 115 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?