« júlí 29, 2002 | Main | ágúst 05, 2002 »
Kominn heim.is
Þá er ég kominn aftur heim til Íslands eftir hrikalega leiðinlega flugferð, mikið stress og mjög erfiða kveðjustund.
Ég er ennþá að átta mig á hlutunum og er búinn að tala við mjög fáa, enda var ég hálfruglaður í gær. Ferðin frá Chicago tók um 24 tíma enda þurfti ég að stoppa í 11 tíma í Boston. Vegna þess að skrifstofa Flugleiða opnar ekki fyrr en klukkan 4 á Logan flugvelli þurfti ég að bíða flugvellinum allan daginn í stað þess að fara inní Boston.
Ég nýtti þó tímann ágætlega og kláraði 1984 eftir Orwell, auk þess sem ég las Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Báðar mjög góðar bækur.
Síðustu dagarnir í Evanston voru erfiðir. Það var erfitt að kveðja alla vinina, því ég veit ekkert hvenær ég sé þá aftur. Það er gallinn við að búa í nýjum löndum að maður skilur alltaf eftir fulltaf góðum vinum, sem maður sér kannski aldrei aftur. Bíllinn minn olli mér líka miklu stressi, því enginn vildi kaupa. Loks síðasta kvöldið hringdi stelpa, sem hafði skoðað hann, og vildi kaupa. Við hittumst um 11 um kvöldið og keypti hún bílinn.
Síðusta kvöldið kvaddi ég svo alla vinina og við Katie fórum útað borða á Wolfgang Puck. Á miðvikudag keyrði Katie mig útá Midway, þar sem ég kvaddi hana og tók síðan flug þaðan til Boston.
Um helgina lítur svo út fyrir það að ég sé á leiðinni í Skaftafell með vinum mínum. Það verður ábbygilega gaman. Verst að það er ekki til Bud Light í Ríkinu. Spurning hvað ég á að kaupa í staðinn...

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33