« ágúst 15, 2002 | Main | ágúst 18, 2002 »

Elvis

ágúst 16, 2002

Ef ég skildi einhvern tímann gleyma því hvenær ég á afmæli, þá er ég alltaf minntur á það daginn áður. Það er nefnilega svo að Elvis Presley dó aðeins nokkrum klukkutímum áður en ég fæddist.

Þessi grein í The Guardian talar um hvernig Elvis Presley varð frægur á því að stela tónlist frá svertingjum. Athyglisverðar umræður á Metafilter.

Chuck D. sagði:

Elvis was a hero to most
But he never meant shit to me, you see
Straight up racist that sucker was, simple and plain
Motherfuck him and John Wayne

Eminem sagði:

No, I'm not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley to do black music so selfishly
and use it to get myself wealthy

Það er spurning hvort ekki sé of mikið gert úr því að hann sé "konungur rokksins"? Hann samdi ekki einu sinni lögin sín sjálfur.

146 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Tónlist

Liverpool, Arsenal og Man United

ágúst 16, 2002

Enski boltinn er að byrja um helgina og mig er farið að hlakka mikið til. Það er ljóst að þrjú bestu liðin eru Liverpool, Arsenal og Manchester United. Það er gaman að velta sér fyrir liðunum og því hverjir hafa bestu leikmennina í hverri stöðu.

Ég geri ráð fyrir því að liðsuppstillingarnar verði á eftirfarandi veg:

Liverpool: Dudek, Carragher, Hyppia, Henchoz, Babbel, Riise, Hamann, Gerrard, Diouf, Heskey, Owen

Arsenal: Seaman, Cole, Keown, Campbell, Lauren, Pires, Vieira, Ljungberg, Wiltord, Henry, Bergkamp

Manchester United: Barthez, Silvestre, Ferdinand, Brown, Neville, Giggs, Keane, Veron, Beckham, van Nilsteroy, Solskjaer

Það er gaman að velta sér upp hverjir séu bestir í sinni stöðu.

Markmaður: Það er enginn vafi að Jerzy Dudek er besti markmöðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Seaman er gamall og Barthez er alltof mistækur.

Vinstri bakvörður: Þar er Cole, að mínu mati, sterkastur. Carragher er betri varnarmaður en hann, en Cole er mun betri þegar hann kemur með boltann fram á völlinn. Silvestre hefur aldrei heillað mig

Miðvörður nr.1: Þarna eru samankomnir þrír bestu varnarmennirnir í deildinni. Að mínu mati er Campbell sístur af þeim þremur. Hyppia hefur vinninginn núna, vegna þess að hann er fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi. Það er þó ljóst að Ferdinand gæti orðið besti varnarmaður heims í framtíðinni.

Miðvörður nr.2: Þetta er einn af veiku pörtunum í United liðinu. Fyrir utan Ferdinand, þá eru Blanc og Brown að berjast um stöðuna og hvorugur þeirra er nógu góður. Henchoz nær ótrúlega vel saman við Hyppia og þeir mynda því saman öflugasta miðvarðaparið. Hins vegar er Keown að mínu matri sterkari.

Hægri bakvörður: Það er dálítið erfitt að fullyrða um þá stöðu. Að mínu mati er Markus Babbel betri en Neville og Lauren en hins vegar er Babbel búinn að vera lengi frá. Ég treysti því þó að hann sé búinn að ná sér og verði besti hægri bakvörðurinn í deildinni.

Vinsri kantur: Þarna er enginn vafi á því að Pires er talsvert betri en Riise og Giggs.

Miðjumaður nr.1: Þarna eru saman komnir þrír bestu miðjumenn í enska boltanum, geðsjúklingarnir Keane og Vieira ásamt Gerrard. Það er ljóst að í framtíðinni getur Gerrard orðið einn allra besti miðjumaðurinn í heimi. Núna er það hins vegar Vieira, sem er bestur.

Miðjumaður nr.2: Veron olli gríðarlegum vonbrigðum á síðasta tímabili. Ég hef þó enn trú á því að hann nái að sýna sig enda er hann einn af bestu miðjumönnum í heimi. Að mínu mati mun hann vera sterkari en Ljungberg og Hamann.

Hægri kantur: Þetta er auðvelt val, alveg einsog með vinstri kantinn. Beckham er betri en Diouf og Wiltord. Diouf er þó aðeins tvítugur og hann gæti komið töluvert á óvart á tímabilinu.

Sóknarmaður nr.1: Þrír bestu framhjernarir í enska boltanum eru Owen, Henry og van Nilsteroy. Ég er á því að Owen sé bestur af þeim. Henry er alltaf að koma sér í vandræði og hann brennir af of mörgum dauðafærum. Van Nilsteroy skorar mikið en honum tókst hins vegar ekki að skora neitt í undankeppni HM og því komst Holland ekki á HM. Fyrir það fyrirgef ég honum ekki.

Sóknarmaður nr.2: Ég er ekki mesti aðdáandi Emile Heskey og að mínu mati er Solskjaer ekkert neitt sérstaklega góður. Bergkamp var lengi vel (áður en hann fór til Arsenal) einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og ég held að hann verði betri en hinir tveir.

Þannig að ef stöðurnar eru bornar saman, þá eru 4 leikmenn frá Liverpool: Dudek, Hyppia, Babbel og Owen. 5 leikmenn frá Arsenal: Keown, Cole, Pires, Vieira og Berkamp. 2 leikmenn frá Manchester United: Beckham og Veron.

603 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Liverpool

Liverpool, Arsenal og Man United

ágúst 16, 2002

Enski boltinn er að byrja um helgina og mig er farið að hlakka mikið til. Það er ljóst að þrjú bestu liðin eru Liverpool, Arsenal og Manchester United. Það er gaman að velta sér fyrir liðunum og því hverjir hafa bestu leikmennina í hverri stöðu.

Ég geri ráð fyrir því að liðsuppstillingarnar verði á eftirfarandi veg:

Liverpool: Dudek, Carragher, Hyppia, Henchoz, Babbel, Riise, Hamann, Gerrard, Diouf, Heskey, Owen
Arsenal: Seaman, Cole, Keown, Campbell, Lauren, Pires, Vieira, Ljungberg, Wiltord, Henry, Bergkamp
Manchester United: Barthez, Silvestre, Ferdinand, Brown, Neville, Giggs, Keane, Veron, Beckham, van Nilsteroy, Solskjaer

Það er gaman að velta sér upp hverjir séu bestir í sinni stöðu.

Markmaður: Það er enginn vafi að Jerzy Dudek er besti markmöðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Seaman er gamall og Barthez er alltof mistækur.

Vinstri bakvörður: Þar er Cole, að mínu mati, sterkastur. Carragher er betri varnarmaður en hann, en Cole er mun betri þegar hann kemur með boltann fram á völlinn. Silvestre hefur aldrei heillað mig

Miðvörður nr.1: Þarna eru samankomnir þrír bestu varnarmennirnir í deildinni. Að mínu mati er Campbell sístur af þeim þremur. Hyppia hefur vinninginn núna, vegna þess að hann er fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi. Það er þó ljóst að Ferdinand gæti orðið besti varnarmaður heims í framtíðinni.

Miðvörður nr.2: Þetta er einn af veiku pörtunum í United liðinu. Fyrir utan Ferdinand, þá eru Blanc og Brown að berjast um stöðuna og hvorugur þeirra er nógu góður. Henchoz nær ótrúlega vel saman við Hyppia og þeir mynda því saman öflugasta miðvarðaparið. Hins vegar er Keown að mínu matri sterkari.

Hægri bakvörður: Það er dálítið erfitt að fullyrða um þá stöðu. Að mínu mati er Markus Babbel betri en Neville og Lauren en hins vegar er Babbel búinn að vera lengi frá. Ég treysti því þó að hann sé búinn að ná sér og verði besti hægri bakvörðurinn í deildinni.

Vinsri kantur: Þarna er enginn vafi á því að Pires er talsvert betri en Riise og Giggs.

Miðjumaður nr.1: Þarna eru saman komnir þrír bestu miðjumenn í enska boltanum, geðsjúklingarnir Keane og Vieira ásamt Gerrard. Það er ljóst að í framtíðinni getur Gerrard orðið einn allra besti miðjumaðurinn í heimi. Núna er það hins vegar Vieira, sem er bestur.

Miðjumaður nr.2: Veron olli gríðarlegum vonbrigðum á síðasta tímabili. Ég hef þó enn trú á því að hann nái að sýna sig enda er hann einn af bestu miðjumönnum í heimi. Að mínu mati mun hann vera sterkari en Ljungberg og Hamann.

Hægri kantur: Þetta er auðvelt val, alveg einsog með vinstri kantinn. Beckham er betri en Diouf og Wiltord. Diouf er þó aðeins tvítugur og hann gæti komið töluvert á óvart á tímabilinu.

Sóknarmaður nr.1: Þrír bestu framhjernarir í enska boltanum eru Owen, Henry og van Nilsteroy. Ég er á því að Owen sé bestur af þeim. Henry er alltaf að koma sér í vandræði og hann brennir af of mörgum dauðafærum. Van Nilsteroy skorar mikið en honum tókst hins vegar ekki að skora neitt í undankeppni HM og því komst Holland ekki á HM. Fyrir það fyrirgef ég honum ekki.

Sóknarmaður nr.2: Ég er ekki mesti aðdáandi Emile Heskey og að mínu mati er Solskjaer ekkert neitt sérstaklega góður. Bergkamp var lengi vel (áður en hann fór til Arsenal) einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og ég held að hann verði betri en hinir tveir.

Þannig að ef stöðurnar eru bornar saman, þá eru 4 leikmenn frá Liverpool: Dudek, Hyppia, Babbel og Owen. 5 leikmenn frá Arsenal: Keown, Cole, Pires, Vieira og Berkamp. 2 leikmenn frá Manchester United: Beckham og Veron.

603 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33