« Hversu margar plánetur þarft þú? | Aðalsíða | Heræfingar á Múrnum »

Sjónvarpsrugl

ágúst 21, 2002

Ég afrekaði það að horfa á þáttinn Rugl.is í fyrsta skipti fyrr í kvöld. Þvílíkur menningarþáttur, sem það nú er. Ég sá að minnsta kosti 10 stelpur kyssast í þættinum, sem hlýtur að vera einhvers konar met. Ég var alltaf að vonast til að ég þekkti eitthvað af fólki í þessum þætti, svo ég gæti hlegið að því hvað það væri vitlaust. Æi, annars langaði mig að skrifa eitthvað fyndið um þennan þátt en það er ekki alveg að takast.

Ég horfði svo á Ísland Andorra (berist fram Andorrrrrrra) á RÚV. Það var ágætisleikur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Seinni hálfleikurinn var hálfger tímasóun enda var þetta Andorra lið arfaslakt. Ég held að ég hefði geta smellt mér á kantinn hjá þeim og það hefði enginn séð muninn. Mér tókst nú að sóla Arnar Viðars einu sinni í leikfimitíma en það er meira en nokkrum leikmanni Andorra tókst í leiknum.

Annars er þessi sjónvarpsdagskrá hér á Íslandi alveg stórfengleg. Ég er svo "heppinn" að foreldrar mínir eru áskrifendur að öllum íslensku stöðvunum en það breytir litlu, því það er bókstaflega ekkert í sjónvarpinu. Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég flyt, því sennilega verð ég bara með RÚV og Skjá Einn. Það eina, sem ég horfi á í dag er Sex and the City en ég var ekki með HBO útí Bandaríkjunum og hef því ekki séð marga þætti úr þeirri góðu þáttaröð.

Að lokum vil ég leggja það til að allir skandinavískir og þýskir þættir verði bannaðir.

Einar Örn uppfærði kl. 22:34 | 247 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (1)


Þetta verður kallað Endursýninga sumarið mikla, á spjöldum “sjónvarpssögunnar”. Mér hefur sýnst það nokkuð algengt hjá sjónvarpsstöðvunum að það sé jafnvel aðeins einn dagskrárliður á dag sem er ekki endursýndur (fyrir utan fréttir).

Ég hvet alla að borga ekki nýja afnotagjaldareikninga á meðan RUV sýnir ekki nýja dagskrárliði.

Kristján sendi inn - 22.08.02 16:00 - (Ummæli #1)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu