« Bæ bæ Bandaríkin | Aðalsíða | Blog MD - flokkun á vefleiðurum »

Íhaldssöm ljóska

ágúst 27, 2002

Ann Coulter er án efa einhver sá svakalegasti íhaldsmaður, sem ég hef nokkurn tíma séð í sjónvarpi. Hún var fastur gestur í talþáttum í Bandaríkjunum síðasta mánuðinn minn þar en hún var að gefa út bókina Slander: Liberal Lies About the American Right, þar sem hún telur upp dæmi um það hvernig vinstri menn í Bandaríkjunum stjórna öllum fjölmiðlum.

Ég hef lesið hluta úr bókinni, sem er hin besta skemmtun enda sakar hún saklausustu fjölmiðlamenn um að vera útsendarar illra vinstrimanna. Til að mynda ásakaði hún Katie Couric um að vera með stanslausan vinstri áróður í sínum þætti.

Coulter afrekaði það meðal annars í einum spjallþætti að ráðast á Bill O'Reilly frá hægri. Það er svona álíka og að ráðast á Guðna Ágústsson fyrir að vera á móti íslensku sauðkindinni. Þegar O'Reilly reyndi svo að spyrja hana erfiðra spurninga reiddist hún mjög og neitaði að tala um neitt nema bókina sína.

Annars hefur Coulter mælt nokkur gullkorn í viðtölum og fyrir það er hún átrúnaðargoð margra íhaldsmanna Í Bandaríkjunum. Í viðtali við New York Observer sagði hún m.a.

My only regret with Timothy McVeigh is he did not go to the New York Times Building

Vegna þessa og fleiri ummæla er Coulter orðin mjög umdeild í Bandaríkjunum og fannst pistlahöfundi Wall Street Journal tími til kominn að taka upp málstað hennar í pistli í dag. (Tenglar í boði Metafilter)

Einar Örn uppfærði kl. 00:01 | 232 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (4)


Ég hafði ekki séð þessa færslu fyrr en í dag.

Nokkrir góðir punktar í þessari WSJ grein. Það er pirrandi þegar vondu hægri kirkjumennirnir eru ekki feitir suðurríkjamenn sem viðast hafa sama IQ og skónúmer. Það er svo miklu betra að vondu gæjana útlítandi einsog vonda gæja, ekki einhverjar myndarlegar ljóskur :-)

Það breytir ekki þeirri kenningu minni að breyturnar gáfur (x) og fegurð (y) hafi sambandið -x=y :-)

Ágúst sendi inn - 01.10.02 19:09 - (Ummæli #1)

Ekki það að ég þekki eiginlega ekkert til Coulter. Amazon reyndi hinsvegar allt sem þeir gátu til að reyna að selja mér bókina hennar.

Ég fylgdi hinsvegar linkum hjá þér og skoðaði síðunnar hennar. Fyndið myndasafn er eitthvað sem greinilega allir hægrimenn með heimasíður eiga sameiginlegt. Þó engin(n) slái Hannesi við, enda hans safn í sérflokki :-)

Ágúst sendi inn - 01.10.02 19:17 - (Ummæli #2)

Bókin er stórskemmtileg. Þú ættir að reyna að nálgast hana. Coulter sér útsendara sósíalísta í hverju horni.

Hún er svo einkar lagin í að gagnrýna ómálefnalegan málaflutning á ómálefnalegan hátt. :-)

Já, og myndasíðan er snilld. Sérstaklega þessi mynd. Búið að blur-a gaurinn út. :-)

Einar Örn sendi inn - 01.10.02 21:00 - (Ummæli #3)

Já, kannski hún hafi komist að því að hann borðaði einu sinni á arabískum veitingastað og fundist maturinn bara góður :-)

Ágúst sendi inn - 02.10.02 14:38 - (Ummæli #4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?