« ágúst 26, 2002 | Main | ágúst 28, 2002 »
Blog MD - flokkun á vefleiðurum
Blog MD er athyglisverð síða, sem ég rakst á í gegnum Movabletype
Síðan er samstarfsverkefni nokkurra manna, sem eru áhugamenn um vefleiðara á netinu. Tilgangur verkefnisins er að ákveða ákveðna staðla yfir það hvernig metadata hverrar síðu skuli vera. Þannig ættu lesendur auðveldlega að geta leitað sér að efni við sitt hæfi á meðal þeirra meira en hálfra milljóna vefleiðara í heiminum.
Metadata eru upplýsingar, sem tæki einsog leitarvélar nota til að flokka niður vefsíður. Metadata inniheldur nafn síðunnar, lýsingu á henni, tungumál og fleira. Annars er fróðlegt fyrir þá, sem skrifa á netið að kynna sér betur tilgang Blog MD
Íhaldssöm ljóska
Ann Coulter er án efa einhver sá svakalegasti íhaldsmaður, sem ég hef nokkurn tíma séð í sjónvarpi. Hún var fastur gestur í talþáttum í Bandaríkjunum síðasta mánuðinn minn þar en hún var að gefa út bókina Slander: Liberal Lies About the American Right, þar sem hún telur upp dæmi um það hvernig vinstri menn í Bandaríkjunum stjórna öllum fjölmiðlum.
Ég hef lesið hluta úr bókinni, sem er hin besta skemmtun enda sakar hún saklausustu fjölmiðlamenn um að vera útsendarar illra vinstrimanna. Til að mynda ásakaði hún Katie Couric um að vera með stanslausan vinstri áróður í sínum þætti.
Coulter afrekaði það meðal annars í einum spjallþætti að ráðast á Bill O'Reilly frá hægri. Það er svona álíka og að ráðast á Guðna Ágústsson fyrir að vera á móti íslensku sauðkindinni. Þegar O'Reilly reyndi svo að spyrja hana erfiðra spurninga reiddist hún mjög og neitaði að tala um neitt nema bókina sína.
Annars hefur Coulter mælt nokkur gullkorn í viðtölum og fyrir það er hún átrúnaðargoð margra íhaldsmanna Í Bandaríkjunum. Í viðtali við New York Observer sagði hún m.a.
Vegna þessa og fleiri ummæla er Coulter orðin mjög umdeild í Bandaríkjunum og fannst pistlahöfundi Wall Street Journal tími til kominn að taka upp málstað hennar í pistli í dag. (Tenglar í boði Metafilter)
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33