« september 02, 2002 | Main | september 04, 2002 »

Flutningar

september 03, 2002

Mikið er búið að ganga á í lífi mínu í dag. Kannski einna merkilegast er að íbúðin mín á Hagamelnum er nú loksins laus og því er ég að fara að flytja á morgun.

Því er ég búinn að vera að pakka niður dótinu mínu hérna í Garðabænum. Reyndar var ég búinn að pakka mest öllu dótinu um jólin og því er ekki mikið eftir. Með flutningunum á morgun verð ég því búinn að flytja þrisvar á síðustu tveim mánuðum. Það verður eflaust góð tilfinning að vera loksins kominn á varanlegan stað, svo ég geti loksins tekið uppúr öllum kössunum mínum.

101 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

Nýtt RSS

september 03, 2002

Vegna þess að ég var að flytja mig frá Danól servernum yfir á þessa eoe.is síðu, þá hefur RSS slóðin mín breyst. Þannig að þeir, sem voru með http://www.danol.is/einarorn/index.rdf ættu að breyta því yfir í http://www.eoe.is/index.rdf

Þeir, sem vita ekki hvað RSS er ættu að kíkja hingað og hingað. Eða bara reyna að gleyma þessari færslu sem fyrst.

Takk fyrir

61 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33