« september 24, 2002 | Main | september 28, 2002 »

Home Improvement

september 25, 2002

Já, góðir gestir, ég er búinn að fara hamförum í smiðsleik síðustu klukkutíma. Kvöldið byrjaði á því að ég fór í heimsókn til systur minnar, þar sem mágur minn lánaði mér þessa fínu borvél.

Ég kom svo hingað heim og ætlaði að bora gat á einn veginn til að setja símasnúru í gegn (ég tími ekki að kaupa mér þráðlaust net. Einnig er öll tónlistin mín í tölvunni minni en græjurnar eru frammí stofu, þannig að ég þarf aðra snúru í það (ég tími ekki að kaupa mér þráðlausa tengingu við græjurnar). Fyrir þá, sem hafa aldrei borað gat í vegg á ævinni, þá er það ekki alveg jafn auðvelt og það hljómar. Allavegana ekki ef maður vill hafa gatið þráðbeint í gegnum vegginn. Það tókst ekki alveg hjá mér og því fór borvélinn uppí loftið í hinu herberginu og tók allstóran bita úr því ágæta lofti. Það kom þó ekki að sök enda löngu búið að finna upp spasl.

Núna er semsagt komið þetta fína gat á svefnherbergið mitt og að auki tók ég mig til og boraði þrjú göt á stofuvegginn og setti svo upp gluggakistuna, sem ég hafði í einhverju æðiskasti tekið niður þegar ég ætlaði að mála allt. Núna get ég farið að sofa sáttur við lífið og tilveruna.

215 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

IKEA

september 25, 2002

Ég er búinn að vera einn albesti viðskiptavinur IKEA undanfarna daga. Þessi verslun hefur algerlega reddað mér vegna lágs vöruverðs.

Á Metafilter í morgun rakst ég á nýju IKEA auglýsinguna. Hún er gerð af Spike Jonze, sem gerði m.a. myndbandið Sabotage með Beastie Boys. Auglýsingin er alger snilld. Sjáið auglýsinguna hér (þarf Quicktime)

55 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33