« Home Improvement | Aðalsíða | Michael Owen »
Michael Owen
Já, það skyldi enginn efast um hæfileika Michael Owen. Eftir að ensku blöðin höfðu farið haförum í gagnrýni á Owen og allir haldið að hann væri útbrunninn 22 ára gamall, þá þaggaði hann niður í þeim með því að skora þrennu á móti Manchester City í dag.
Ég fór á Ölver að horfa á leikinn og var hann ekkert voðalega skemmtilegur. City höfðu víst ekki tapað á heimavelli í 12 mánuði en það skipti engu máli, því Owen var í stuði og tvö síðari mörk hans voru klassísk Michael Owen mörk. Það komu stungusendingar inn fyrir vörnina, hann stakk síðustu varnarmenn af og afgreiddi boltann með þrumuskoti fram hjá danska skrímslinu Peter Schmeichel.
Síðasta markið var einstaklega fallegt en þá var hinn eldfjóti Schmeichel á leið aftur í markið eftir að hann hafði freistað þess að skora þegar City átti hornspyrnu.
Það skyggir þó aðeins á gleðina hvað Arsenal liðið er hrikalega sterkt. Þeir virðast alveg óstöðvandi. En á meðan að Liverpool heldur áfram að vinna sína leiki, þá fer að styttast í að Arsenal byrji að klúðra sínum leikjum.
Ummæli (8)
Owen er rosalega godur leikmadur
Allir leikmenn eiga sern gott og slaemt timabil!
Lika Owen
Liverpool er sko bara lang besta liðið sko
og svo er Michael Owen bara ótrúlega sætur
hann er sko einhver sætasti fótboltamaður í heiminum
Ég dírka hann gersamlega
Liverpool er mjög gott lid og ég á mína bestu
leikmenn.Þeir eru Owen,Kiwel og Gjerart.
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu
Ég get nú ekki séð það að þetta sé neitt sérstakt afrek sem slíkt, síðast þegar Owen fór í gegnum svipað ferli og skorðaði lítið sem ekkert svaraði hann með því að skora 4 mörk á móti Newcastle, þegar Keegan var við stjórn þar. Keegan er asni og eini maðurinn sem spilar rangstöðuvörn á miðju á móti Liverpool.
Maður sem getur ekkert ef hann fær ekki stungusendingar á ekki að vera miðdepill allra sókna, 7 mörk í 15 tilraunum frá vítapunkti tala sínu máli.