« Lof mér að falla að þínu eyra | Aðalsíða | Öruggur sigur! »

Maus

október 05, 2002

Já, tónleikarnir í gær voru náttúrulega snilld. Ekki var við öðru að búast. Þeir voru haldnir á Grand Rokk og heyrði ég að það hefði verið uppselt, en það komast svo sem ekki margir uppá loft á Grand Rokk. Ég þekkti ekki hræðu þarna, en það virtust hins vegar allir hinir þekkja alla. Mér leið einsog ég væri mættur í eitthvað partí, þar sem allir þekktu alla nema mig.

En það kom sko alls ekki að sök því hljómsveitin var góð. Þeir fluttu 5-6 lög af nýju plötunni, sem voru sungin á ensku og hljómuðu þau ágætlega. Síðan tóku þeir gamla slagarar, flesta af "Lof mér að falla að þínu eyra", svo sem Ungfrú Orðadrepil, Kristalnótt, Ég ímeilaðig, 90 kr. perla og svo náttúrlega höfuðsnilldina Poppaldin. Þeir tóku líka Líkþrá, sem er af "Öllum kenningum heimsins". Það er ágætis lag en fyrir mér sýnir það vel hversu mikið hljómsveitinni hefur farið fram. Lagið var tileinkað Betu Rokk, en hún er nú eitt af aðal celebrity-um í blogg heimi.

Einar Örn uppfærði kl. 13:56 | 169 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


Já þetta voru sko rosalegir tónleikar!!! ég skemmti mér konunglega enda er maus ein af bestu hljómsveitum íslands fyrr og síðar

Gummi Jóh sendi inn - 05.10.02 17:32 - (Ummæli #1)

hey ég hefði alveg talað við þig ef ég vissi hvernig þú lítur út, gummi ég sá þig ekki neitt! ps heeeví flott síða!

katrín sendi inn - 07.10.02 23:21 - (Ummæli #2)

Ég lít svona út:

Einar Örn sendi inn - 08.10.02 13:06 - (Ummæli #3)

ok ég skal tala við þig næst

katrín sendi inn - 08.10.02 21:18 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu