« Öruggur sigur! | Ađalsíđa | Öruggur sigur! »

Syd

6. október, 2002

Áhugaverđ grein í The Guardian um tilraun blađamanns ţar til ađ taka viđtal viđ sérvitringinn Syd Barrett, sem var upphaflegi söngvari Pink Floyd.

Ég er mikill ađdáandi Pink Floyd en hef aldrei haldiđ sérstaklega uppá Syd Barrett tímabiliđ, en hann samdi öll lögin á fyrstu plötunni, The Piper at the Gates of Dawn. Auk ţess samdi hann nokkur vinsćl lög, sem komu aldrei út á breiđskífu (nema á Echoes, best of plötunni, sem kom út í fyrra).

The Piper at the Gates of Dawn er frábćr plata og enn er Interstellar Overdrive eitt af mínum uppáhalds Pink Floyd lögum. Eftir ađ Syd Barret yfirgaf Pink Floyd gaf hann út tvćr sóló plötur. Ég á ađra, Madcap Laughs, sem er ekkert sérstök.

Ţađ er ţó áhugaverđ stađreynd, sem blađamađur The Guardian bendir á, ađ á Echoes á Syd Barrett einn fimmta af lögunum, ţrátt fyrir ađ hafa bara veriđ međ Pink Floyd í rúmlega eitt ár af ţeim ţrjátíu árum, sem ţeir störfuđu. Reyndar er hluti af ţví vegna ţess ađ ţeir vildu gefa út lögin, sem Syd samdi fyrir The Piper at the Gates of Dawn, ţađ er See Emily Play, Jugband Blues og Arnold Layne.

Einar Örn uppfćrđi kl. 12:18 | 199 Orđ | Flokkur: Tónlist



Ummćli (0)


Ummćlum hefur veriđ lokađ fyrir ţessa fćrslu