« október 05, 2002 | Main | október 07, 2002 »

Öruggur sigur!

október 06, 2002

OwenNei, kannski var þessi sigur hjá Liverpool í dag ekki alveg öruggur. Chelsea léku hálf varfærnislega og þeir áttu ekki skot á mark í seinni hálfleiknum. Ég hélt þó að þetta myndi enda með jafntefli en auðvitað kom snillingurinn Michael Owen til bjargar.

Hjá Chelsea voru það frakkarnir tveir, Desailly og Gallas, sem voru þeirra bestu menn. Þeir héldu Owen og Heskey algerlega niðri en þegar Baros kom inná þá átti Desailly í stökustu vandræðum með hann. Eins og svo oft áður á þessu tímabili var Dietmar Hamann besti maður Liverpool. Það er alveg hreint lygilegt hvað hann stöðvar margar sóknir andstæðinganna. Dudek varði ekki eitt skot, þrátt fyrir að Liverpool hefðu verið slakari aðilinn mestallan leikinn.

Það eru akkúrat svona leikir, sem Liverpool þarf að vinna, til að geta orðið meistarar. Leikir, þar sem þeir lenda í basli en ná á einhvern hátt að finna einhverja leið til að brjóta andstæðingana á bak aftur.

Ég spái því að Arsenal tapi næsta leik. Ég hef ekki hugmynd um við hverja þeir spila, en ég veit bara að nú munu þeir tapa.

181 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

Syd

október 06, 2002

Áhugaverð grein í The Guardian um tilraun blaðamanns þar til að taka viðtal við sérvitringinn Syd Barrett, sem var upphaflegi söngvari Pink Floyd.

Ég er mikill aðdáandi Pink Floyd en hef aldrei haldið sérstaklega uppá Syd Barrett tímabilið, en hann samdi öll lögin á fyrstu plötunni, The Piper at the Gates of Dawn. Auk þess samdi hann nokkur vinsæl lög, sem komu aldrei út á breiðskífu (nema á Echoes, best of plötunni, sem kom út í fyrra).

The Piper at the Gates of Dawn er frábær plata og enn er Interstellar Overdrive eitt af mínum uppáhalds Pink Floyd lögum. Eftir að Syd Barret yfirgaf Pink Floyd gaf hann út tvær sóló plötur. Ég á aðra, Madcap Laughs, sem er ekkert sérstök.

Það er þó áhugaverð staðreynd, sem blaðamaður The Guardian bendir á, að á Echoes á Syd Barrett einn fimmta af lögunum, þrátt fyrir að hafa bara verið með Pink Floyd í rúmlega eitt ár af þeim þrjátíu árum, sem þeir störfuðu. Reyndar er hluti af því vegna þess að þeir vildu gefa út lögin, sem Syd samdi fyrir The Piper at the Gates of Dawn, það er See Emily Play, Jugband Blues og Arnold Layne.

199 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tónlist

Öruggur sigur!

október 06, 2002

OwenNei, kannski var þessi sigur hjá Liverpool í dag ekki alveg öruggur. Chelsea léku hálf varfærnislega og þeir áttu ekki skot á mark í seinni hálfleiknum. Ég hélt þó að þetta myndi enda með jafntefli en auðvitað kom snillingurinn Michael Owen til bjargar.

Hjá Chelsea voru það frakkarnir tveir, Desailly og Gallas, sem voru þeirra bestu menn. Þeir héldu Owen og Heskey algerlega niðri en þegar Baros kom inná þá átti Desailly í stökustu vandræðum með hann. Eins og svo oft áður á þessu tímabili var Dietmar Hamann besti maður Liverpool. Það er alveg hreint lygilegt hvað hann stöðvar margar sóknir andstæðinganna. Dudek varði ekki eitt skot, þrátt fyrir að Liverpool hefðu verið slakari aðilinn mestallan leikinn.

Það eru akkúrat svona leikir, sem Liverpool þarf að vinna, til að geta orðið meistarar. Leikir, þar sem þeir lenda í basli en ná á einhvern hátt að finna einhverja leið til að brjóta andstæðingana á bak aftur.

Ég spái því að Arsenal tapi næsta leik. Ég hef ekki hugmynd um við hverja þeir spila, en ég veit bara að nú munu þeir tapa.

181 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33