« Landsleikurinn | Aðalsíða | Að eldast »

Laugardagsköld

13. október, 2002

Ég fór óvænt á djammið í gær. Var búinn að sætta mig við það að vera heima um kvöldið og horfði því á hræðilega Spaugstofu og aðeins skárri spjallþátt með Gísla Marteini, þar sem nágranni minn Guðni Ágústsson fór á kostum.

Allavegana, þá fórum við Emil á djammið niðrí miðbæ. Byrjuðum á Sólon og færðum okkur svo yfir á Vegamót. Báðir staðirnir voru troðfullir og var mjög gaman. Það kemur mér alltaf á óvart hversu ótrúlega mikið er af fallegum stelpum niðrí bæ um helgar. Það er hreinlega með ólíkindum.

Veðrið var ágætt og svakalega mikið af fólki í bænum enda haugur af einhverjum Skotum, sem voru að fagna sigrinum og höstla íslenskar stelpur. Þegar ég kom heim um klukkan 5 var kveikt á tölvunni, sem er náttúrulega hrikaleg mistök, þar sem að þá finn ég ávallt þörf fyrir að skrifa fullt af emailum. Ég var því frekar stressaður þegar ég vaknaði í morgun og fór að fletta í gegnum "Sent" möppuna á póstforritinu mínu. Þar var þó ekkert svo slæmt.

Annars setti ég inn mína fyrstu færslu á Metafilter í dag. Hún er hér.

Einar Örn uppfærði kl. 22:29 | 187 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu