« nóvember 03, 2002 | Main | nóvember 07, 2002 »

Serrano dagar 2-4

nóvember 04, 2002

Þá eru hlutirnir á Serrano farnir að ganga mun betur. Byrjunarvesen er að mestu úr sögunni, þó að við eigum enn eftir að þjálfa eitthvað af hlutastarfsfólkinu. En allavegana, þá gengu gærdagurinn og dagurinn í dag mjög vel.

Traffíkin í kringum hádegið í dag var svakaleg og á tíma var biðröðin komin langt út fyrir staðinn. Á þeim tímapunkti ákváðu svo allir sölumenn landsins að koma í heimsókn til okkar á meðan ég var að rembast við að afgreiða. Til að toppa það, sprakk einhver leiðsla og Pepsi flæddi um öll gólf. Já, by the way, Pepsi Max verður vonandi komið á morgun eða miðvikudag, þannig að Ágúst gleðst vonandi þá.

Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera. Nánast stanslaus traffík, þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst og að það er ekki einu sinni búið að tengja ljósaskiltið okkar. Það, sem gleður mig þó mest er að fólk virðist vera ótrúlega jákvætt varðandi matinn okkar. Ég var í afgreiðslunni í allan dag og þekkti ég að minnsta kosti 10-15 manns, sem voru að koma í annað skipti.

Annars er það fyndið að ég sá Ágúst Flygenring, stórbloggara, í fyrst skipti í dag. Allar myndirnar á heimasíðunni hans eru greinilega frekar gamlar (eða allavegan, þær sem ég hef séð) og því þekkti ég hann ekki í fyrstu. Hann var allavegana mjög ánægður og skrifar um það á síðunni sinni.

Einnig komu Kristján og Stella, en ég hef ekki hugmynd um hvernig þau líta út (þrátt fyrir að ég lesi síðuna þeirra). Stella skrifar líka vel um staðinn.

261 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33