« Gullgrafarar | Aðalsíða | Jerzy, Jerzy, Jerzy »

Bestu háskólar í Bandaríkjunum 2003

3. desember, 2002

Blaðið US News er búið að gefa út nýjan lista yfir bestu háskóla í Bandaríkjunu, en þetta er vanalega sá listi, sem flestir horfa til þegar háskólar eru bornir saman.

Ég er náttúrulega stoltur yfir því að minn gamli skóli, Northwestern er kominn uppí 10 sæti, við hlið Columbia en Northwestern var í 12. sæti í fyrra. Það er gaman að því að Northwestern er kominn upp fyrir University of Chicago.

Annars lítur listinn svona út:

1. Princeton
2-3. Harvard
Yale
4-8. Caltech
Duke
MIT
Stanford
University of Pennsylvania
9. Dartmouth
10-11.Columbia
Northwestern
12-13.University of Chicago
Washington University
14. Cornell
15-16.Johns Hopkins
Rice
17. Brown
18-19. Emory
Notre Dame
20. UC Berkeley

Allur listinn er hér

Einar Örn uppfærði kl. 20:29 | 120 Orð | Flokkur: Skóli



Ummæli (4)


Sjálfur hélt ég að Columbia væri hærri. Suma af þessum skólum hefur maður sjaldan heyrt um, eða jafnvel aldrei einsog Dartmouth :-)

Svo hélt ég að Johns Hopkins væri hluti af Harvard :-)

Ég veit greinilega ekkert um háskóla í USA! …enda svosem ekkert á leiðinni þangað :-)

Ágúst sendi inn - 04.12.02 01:39 - (Ummæli #1)

Dartmouth er Ivy League skóli ásamt University of Pennsylvania, Harvard, Princeton, Yale, Cornell, Brown og Columbia

Einar Örn sendi inn - 04.12.02 10:09 - (Ummæli #2)

Æskublóm Ágústar er alls ekki fölnað. Litli kúturinn þekkir ekki amríska æví líg.

Kristján Blümen sendi inn - 04.12.02 16:40 - (Ummæli #3)

Svoleiðis… mér datt nú fyrst í hug Harry Potter þegar ég sá þetta :-) Heitir sá ekki Hogmouth eða e-ð svoleiðis… man það ekki, sofnaði yfir myndinni :-)

Talandi um ameríska skóla, þá sá ég þátt fyrir stuttu á BBC um sororities og fraternities (reyndar í Ohio minnir mig) og ég missti andlitið oftar en einu sinni. Ég hélt (vonaði) alltaf að American Pie væri farsi en maður skilur svosem alveg að Bandaríkin séu knúin áfram af innfluttu heilaafli eftir að hafa séð þessar björtustu vonir landsins í hnotskurn :-)

Ágúst sendi inn - 04.12.02 19:56 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu