« Jerzy, Jerzy, Jerzy | Ađalsíđa | Jerzy, Jerzy, Jerzy »

Guđni

4. desember, 2002

Jammm, ótrúlegt en satt ţá er nágranni minn, Guđni Ágústsson vinsćlasti ráđherra landsins. Af hverju í ósköpunum? Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvćmt landsmönnum til hagsbóta síđustu fjögur ár??

Ágúst Flygenring skrifar hugleiđingu um ţetta á Frelsi.is. Hann skilur heldur ekki neitt í ţessum vinsćldum Guđna. Ég horfđi á Guđna í Kastljósinu á mánudag, ţar sem hann snéri útúr öllum spurningum ţáttastjórnenda. Ţegar hann var spurđur útí hátt verđ á landbúnađarvörum gaf hann ţađ í skyn (einsog vaninn er hjá flestum ráđherrum ţessarar ríkisstjórnar) ađ ţetta vćri allt kaupmönnum ađ kenna (hann gleymdi ţó ađ minnast á Baug). Ţetta er náttúrulega bara bull.

Ţađ fer líka einstaklega mikiđ í taugarnar á mér ţegar Guđni kemur međ ţetta rugl um ađ íslenskar landbúnađarvörur séu svo obbbbboslega góđar. Hvađa rugl er ţetta? Kjúklingarnir, sem ég kaupi útí Melabúđ er alveg jafn góđir og ţeir, sem ég keypti í Jewel búđum í Chicago. Munurinn er bara sá ađ kjúklingarnir í Chicago voru margfalt ódýrari. Ég rek veitingastađ og fyrir tveimur vikum hćttum viđ alltíeinu ađ fá íslenska tómata og fengum erlenda í stađinn. Trúiđ mér, ţađ tók enginn eftir ţessum skiptum, enda eru ţessir erlendu tómatar alveg jafn góđir. Ţađ er ekkert "töfrabragđ" í íslenskum landbúnađarvörum. Munurinn á ţeim og evrópskum og bandarískum landbúnađarvörum er bara sá ađ ţćr íslensku eru dýrari.

Einar Örn uppfćrđi kl. 17:19 | 223 Orđ | Flokkur: StjórnmálUmmćli (2)


já og međan ég man.

Eins mikil snilld og Serrano er ţá finnst mér ađ burrito mjúku mćttu vera ađeins heitari ţegar mađur fćr ţađ (hana?) í hendurnar.

Er ţađ ekki annars plottiđ.

Annars lýsi ég yfir fullnađarsigri Serrano á sjálfum mér. Toppstađur.

Gangi ykkur vel strákar.

Björgvin Ingi sendi inn - 04.12.02 18:05 - (Ummćli #1)

,,Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvćmt landsmönnum til hagsbóta síđustu fjögur ár”

Má ekki segja svipađa hluti um flest alla (ef ekki alla) ráđherra í núv. ríkisstjórn? Ţađ er búiđ ađ vera óttalegur aumingjabragur á ríkisskútunni síđustu misseri. :-)

Jensi sendi inn - 04.12.02 21:58 - (Ummćli #2)

Ummćlum hefur veriđ lokađ fyrir ţessa fćrslu

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2004 2003 2001

Leit:

Síđustu ummćli

  • Jensi: ,,Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefu ...[Skođa]
  • Björgvin Ingi: já og međan ég man. Eins mikil snilld og Serrano ...[Skođa]


Ég nota MT 3.121

.