« janúar 08, 2003 | Main | janúar 10, 2003 »

Meira um Safari

janúar 09, 2003

Ég rakst á tillögur Jason Kottke um það hvernig hægt væri að bæta Safari til að búa til "næstu kynslóð" af browserum. Hugmyndir hans eru alveg stórsniðugar. Hann leggur til að forrit einsog t.d. Sherlock (sem gerir Mac notendum auðveldara að finna upplýsingar um hlutabréf, kvikmyndir og fleira), Movabletype og NewsNetWire (sem gerir það sama og RSS molar) verði sameinuð í eitt forrit, sjálfan vafrann.

Allir netáhugamenn ættu að kíkja á pistilinn hans. Einnig er Matt Haughey með pælingar um Safari, sem eru áhugaverðar.

86 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Netið

Ó Jón

janúar 09, 2003

Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina.

Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um að hann sé krati inn við beinið. Ég og Jens erum náttúrulega sálufélagar í aðdáun okkar á Jóni Baldvini og því hlakka ég mikið til að lesa bókina (sem var önnur ástæða fyrir því að ég gaf pabba hana í jólagjöf smile

Annars er pistillinn hans PR fín lesning. Hann skrifaði líka áður um það að bókin, sem hafði mest áhrif á Jón Baldvin væri Hægt líður áin Don eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov. Það er einmitt uppáhaldsbókin mín (ásamt Hundrað ára einsemd eftir Garcia Marques) og á tímabili talaði ég (einsog Jens minnist á) um fátt annað um þá bók. Kannski að ég skrifi um hana á þessari síðu seinna.

150 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Bækur & Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33