« janúar 11, 2003 | Main | janúar 15, 2003 »

Fallegir fossar og virkjanir

janúar 12, 2003

setequedas.jpgFyrir nokkrum árum heimsótti ég stærstu virkjun heims, Itaipu virkjunina í Paragvæ. Þessi virkjun býr til nær allt rafmagn, sem Paragvæar þurfa og yfir fjórðung alls afls, sem Brasilíumenn neyta (en Brasilíumenn eru 172 milljónir).

Til að búa til þessa virkjun varð að skapa uppistöðulón, sem er 1350 ferkílómetrar. Undir vatninu í þessu lóni eru m.a. fossar, sem margir segja að séu fegurstu fossar í heimi, hinir brasilísku Sete Qudas (íslenska: Sjö fossar, sjá mynd).

Á ferðalagi mínu um Suður-Ameríku heimsótti ég meðal annars Iguazú fossa og er það enn þann dag í dag sú mesta náttúrufegurð, sem ég hef á ævi minni séð (auk saltvatnanna í Bólivíu). Það eru hins vegar flestir, sem voru svo heppnir að sjá Sete Quedas og Iguazú, sammála um að Sete Quedas hafi verið ennþá stórfenglegri.

Einhvern veginn fannst mér alveg ótrúlega sorglegt núna þegar ég var að leita mér að upplýsingum um þessa fossa. Að sjá þessa gríðarlegu náttúrufegurð og vita til þess að það sé búið að eyðileggja þetta allt. Að þessir ótrúlegu fossar séu núna faldir undir einhverju uppistöðulóni.

Eran siete, Siete Cascadas que nunca más vieron el sol, Siete Cascadas ahogadas que la mano de acero del dragón capturó. Siete círculos de llanto que toda la región inundó.
209 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Ferðalög

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33