« janúar 31, 2003 | Main | febrúar 03, 2003 »

Blogg, Verzló og stjórnmál

febrúar 02, 2003

Vúhú, ég held ađ ég sé búinn ađ finna mér nýjan uppáhaldsbloggara, víst ađ Leti á neti virđist vera hćttur. Nýja uppáhaldiđ er Svansson.net.

Guđmundur, sem heldur úti ţeirri síđu er hagfrćđinemi (fimm plúsar fyrir ţađ) og svo er hann alveg lygilega góđur í ađ finna hin ýmsustu deilumál milli bloggara, sem hann hefur svo lúmskt gaman af ađ blanda sér í. Hann skrifar reyndar ekkert um hagfrćđi, sem er mínus en ţađ er ţó fullt af gaurum, sem sjá fyrir ţví: 1 2.

Allavegana, ţá er Svansson ađ benda á einhverjar deilur í mínum gamla skóla, Verzló. Ţar sagđi víst féhirđirinn af sér fyrir jól og hann virđist vera snillingur ađ dragast inní önnur deilumál innan skólans. Reyndar minnir ţetta mjög mikiđ á svipuđ mál, sem komu upp fyrir einhverjum 7-8 árum og Jens PR og Geir Gests skrifuđu um í 10 blađsíđna grein, "Brestir og blóđug barátta", sem birtist í 64. árgangi Verzlunarskólablađsins, en ég sat í ritstjórn ţess blađs. Ţá sögđu bćđi féhirđirinn og forsetinn af sér vegna ásakana um spillingu (ađ mig minnir).

Allavegana ţá á Stefán Einar í stöđugum deilumálum viđ ađra í skólanum og ţá sérstaklega ţá, sem vinna í nemendafélaginu. Sjá til dćmis umfjöllun hjá Svansson hér. Ţađ er alveg lygilegt hvađ Verzlingar taka ţessa nemendafélagspólitík alvarlega. Ég var talsvert mikiđ í félagslífinu og hafđi alveg ótrúlega gaman af. Ég hefđi hins vegar aldrei nennt ţessu ef ađ ţađ hefđu veriđ stanslaus deilumál einsog virđast vera núna innan félagsins. Ég held ađ menn séu ađ taka sig full hátíđlega í ţessum embćttum. (n.b. Ég ţekki ekki neinn ađila í ţessum málum persónulega, ég hef bara lesiđ um ţetta á netinu.)

Ţessi fćrsla hjá Stefáni er til dćmis nokkuđ mögnuđ. Ţar vitnar Stefán í einkasamtöl, sem ég held ađ menn ćttu ekki ađ gera á bloggsíđum.

Blogg og stjórnmál

Ţađ er annars eitt, sem ég var ađ pćla í. Ţađ er nefnilega ţannig ađ margir, sem hafa mjög vissar skođanir á hlutunum og eru kannski sterkir í ungliđahreyfingum stjórnmálaflokkanna, eru međ bloggsíđur. Ţar eru menn oft mjög óvćgir í gagnrýni á stjórnmálamenn og ađra. Hvernig verđur ţađ ef ţessir menn fara seinna á ćvinni í frambođ. Ćtli ţeir muni vilja eyđa blogginu, ţar sem ţar leynast ábyggilega óţćgileg ummćli

Stefán Einar virđist líta út einsog framtíđar stjórnmálamađur. Hann fer hins vegar mikinn í gagnrýni á alla vinstri menn, kallar ţingflokksformann Samfylkingarinnar "ein allra óhentugasta konan sem komiđ hefur inn í pólitík á síđustu árum" og segir svo ađ Ingibjörg Sólrún sé "sjálfhverfasta manneskja stjórnmálanna". Gćti ekki veriđ svo ađ ţetta yrđi notađ gegn honum seinna meir?

Nú eru líka menn einsog Ármannn Jakobsson, sem eru nokkuđ áberandi í stjórnmálaumrćđunni. Hann var nokkuđ hispurslaus á síđunni sinni og kallađi Samfylkinguna "búllsjitt" flokkinn, sem er sennilega ekki jákvćtt ef ađ hann vill í alvöru koma á vinstri stjórn. Ármann áttađi sig hins vegar á ţví ađ vegna ţess ađ hann er svona áberandi, ţá byrjuđu alltíeinu blađamenn ađ lesa síđuna og vitna í hana. Ţeir, sem skrifa blogg í dag gćtu hins vegar áttađ sig á ţví seinna meir (ţegar ţeir eru kannski orđnir ţekktari í ţjóđlífinu) ađ bloggsíđan eigi eftir ađ innihalda pistla, sem gćtu komiđ ţeim illa.

Ég er viss um ađ ţessi síđa mín inniheldur fullt af ummćlum, sem gćtu komiđ sér illa seinna meir. Ég er hins vegar ekki á leiđinni í frambođ.

Tengt ţessu, ţá er Bjarni međ skemmtilegar pćlingar um vćgi stjórnmálaumrćđu á bloggsíđum.

581 Orđ | Ummćli (1) | Flokkur: Netiđ & Stjórnmál

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33