« febrúar 07, 2003 | Main | febrúar 11, 2003 »

Norður Kórea

febrúar 09, 2003

kimjongil.jpg60 Minutes þátturinn í kvöld var mjög áhugaverður. Í þættinum var umfjöllun um kommúnistaríkið Norður-Kóreu. Þar var meðal annars talað við þýskan lækni, Norbert Vollertsen, sem vann við mannúðarstörf í Norður-Kóreu í tvö ár.

Vollertsen vann við að hlúa að börnum, sem þjást vegna hungursneyðarinnar, sem hefur ríkt í landinu á meðan að Kim Jong Il er önnum kafinn við að búa til kjarnorkuvopn og ógna nágrönnum sínum og Bandaríkjamönnum.

Vollertsen líkir ástandinu í Norður-Kóreu við það, sem var í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hvort sem það er rétt, þá er ljóst að KimJong Il er gríðarlegt illmenni.

Ég fann grein á vefnum um þennan Vollertsen. Þar segir meðal annars:

Bouncing across the countryside in a Jeep, Dr. Vollertsen encountered starving children who were nevertheless forced to engage in daily, two-hour songfests idolizing the "Dear Leader." He saw gangs of undernourished children working on a 10-lane highway project. He watched doctors perform an emergency appendectomy on a girl without anesthesia. He met adults who were desperately afraid, always under surveillance, dousing their depression with cheap alcohol. He found a staggering infant mortality rate and, among children who did survive, significant declines in height, weight, and IQ.

Einnig

"There is no medicine, no running water, no heating system, no food, no bandages-and this is the situation all over North Korea."

Everywhere, that is, except in the glittering capital city of Pyongyang, where Dr. Vollertsen found casinos, nightclubs, luxury hotels, gourmet foods, and diplomatic shops. "Very fashionable, and all for the ruling class-the military and party members," he recalls. Hospitals there are-no surprise-state of the art.

Í 60 Minutes þættinum voru einmitt sýndar myndir frá Pyongyang. Sú borg lítur bara ágætlega út, fyrir utan að þar virtist vanta alla alla umferð fólks og bíla. Þar er meðal annars Ryugyong hótelið, sem er víst hæsta hótel í heimi. Hótelið kostaði 750 milljónir dollara, en var samt aldrei klárað. Ég leyfi mér líka að efast um að "occupancy ratio" væri mjög hátt á þessu blessaða hóteli, þar sem nær engum útlendingum er hleypt inní landið. Ástæðan fyrir því að hótelið var aldrei klárað var fyrst og fremst peningaskortur en svo var vitlaus gerð af sementi notuð, þannig að undirstöður hótelsins eru óstyrkar.

Hótelið er kannski gott dæmi um forgangsröðun hjá illmenninu Kim Jong Il. Hann dýrkar bandarískar bíómyndir, Daffy Duck, flotta bíla og notar netið mikið. Landar hans hafa þó einungis aðgang að ríkissjónvarpsstöðum og um allt landið eru hátalarar, sem útvarpa reglulega áróðri um það hversu góður leiðtogi Kim Jong Il sé.

Til þess að sjá svo til þess að múgurinn mótmæli ekki þá hefur Kim Jong Il, í anda nasista og Stalín, komið upp fangabúðum um land allt, þar sem talið er að allt að 5% Norður-Kóreubúa búi. Í viðtalinu við Vollertsen segir meðal annars:

After leaving North Korea, he spent time along its borders learning from defectors-torture victims who live like hunted animals on the border between North Korea and China. They described a nightmare world where guards electrocute prisoners for fun and throw women into sewage pools for stealing food. He heard stories of children who vomit when they accidentally dig up fresh mass graves and babies who are strangled moments after birth on concrete floors.

He was told repeatedly of an island in the northeastern part of North Korea, in an area near Chongjin so highly restricted it does not appear on official maps, where prisoners are used as laboratory test material for anthrax and other bacteria, food poisoning, or medical experiments-how long they can stand freezing, or how long they can live underwater-"the cruelest experiments you can imagine," Dr. Vollertsen says.

Einnig:

The former bodyguard, Lee Young Kuk, said he watched the punishment of a political prison camp inmate accused of stealing salt. He was tied to a vehicle and dragged for 2 miles at high speeds and "became de-skinned." His body was tied to a stake "as an example," said Mr. Lee. He told reporters, "I have watched so many deaths in North Korea I almost lost the concept of human dignity."

"When I see the combination of brainwashing, starvation, concentration camps, of rape, of medical experiments and mass executions, all those horrible stories and the testimony of all those defectors, then I must say that Kim is an upgraded version of Hitler's Nazi Germany," Dr. Vollertsen declares. "He's committing genocide."

Það er nokkuð ljóst að það er erfitt að finna verri illmenni en Kim Jong Il.

743 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Stjórnmál

Sunnudagskvöld

febrúar 09, 2003

Vá hvað 24 er góður þáttur. Ég held að það hafi aldrei verið sjónvarpsþáttur, sem heldur mér svona ótrúlega spenntum nær allan tímann. Í endan á þættinum, sem var sýndur í kvöld var ég staðinn upp, því ég gat ekki setið af spenningi. Ég var alveg heillaður af fyrstu seríunni af 24 en hélt að seinni serían hlyti að valda mér vonbrigðum. Það hefur hins vegar ekki gerst.

Sunnudagskvöld eru einu kvöldin, þar sem ég sit límdur við skjáinn í langan tíma. Boomtown er mjög góður þáttur og svo líka 60 Minutes. Síðan hef ég haft mjög gaman af "20. öldinni". Mjög gaman að sjá öll þessi myndskeið. Svo fyllist ég alltaf gríðarlegu þjóðernistolti þegar afrek Íslendinga eru þulin upp, hvort sem það var verið að tala um sigrana í landhelgismálinu eða sýna þegar Ríkharður Daðason skoraði gegn Frökkum.

139 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33