« Budweiser | Aðalsíða | Honda auglýsing »

Og hvað?

apríl 17, 2003

Sem áhugamaður um markaðsmál þá finnst mér alveg ótrúlega sorglegt hvernig Tal og Íslandssíma hefur nú verið breytt í Og Vodafone.

Alveg frá byrjun hefur mér fundist TAL hafa staðið framar flestum fyrirtækjum á Íslandi í markaðssetningu. Nafn fyrirtækisins, vörumerki, auglýsingar og allt kynningarefni hefur ávallt verið frábært. Ég efa það að annað fyrirtæki á Íslandi geti státað af jafn flottri og samhæfðri markaðsstefnu og TAL.

Og núna á að henda öllu þessu efni og fara að "döbba" breskar Vodafone auglýsingar. Það þykir mér frekar sorgleg þróun. Hefði ég ráðið einhverju hjá Íslandssíma og TAL hefði ég einfaldlega sameinað bæði merkin undir nafni TAL.

Einar Örn uppfærði kl. 17:13 | 105 Orð | Flokkur: Viðskipti



Ummæli (10)


SVO sammála!! Hvað eru þeir að spá? TAL hefur verið að standa sig mjög vel - sérstaklega í auglýsingaherferðum. Hvað verður t.d. um TALfrelsið? OgFrelsi eða kannski Frelsis-Og. EinsOg Íslandssími var leim að manni fannst í flestu sem þeir voru að gera (annað en að stofna fyrirtækið fyrir túkall Og græða sjálfir á tá Og fingri), þá vonaði maður að TAL fengi að halda áfram á réttri leið. Æji, maður hafði meiri trú á Óskari Magnússyni en þetta. Greinilegt að markaðsálfarnir hjá þeim halda að það sé flottara Og pro að vera Vodafone Og þeir hafa greinilega of mikil völd.

Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég fór inn á síðuna þeirra að slOganið væri “Og hvað segir þú?”. Kræst!

Ágúst sendi inn - 17.04.03 17:37 - (Ummæli #1)

Ég held að Landssíminn geti róað sig aðeins. Ekki mikil þörf á að hafa áhuggjur af mönnum sem gera svona afrek í markaðssetningu. Hætta með eitt besta fyrirtækisnafn á landinu (Tal) og byrja með nafnið Og. Ég held að það sé augljóst að gauranir hjá Íslandssíma hafi klúðrað málunum.

Forza Jón Ólafsson.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 17.04.03 17:45 - (Ummæli #2)

Sammála þér Einar. Ég skrifaði einmitt um þetta sama, daginn sem breytingin var kunngjörð.

Már Örlygsson sendi inn - 17.04.03 18:12 - (Ummæli #3)

Þetta hljóta eins og komið hefur fram hér að ofan að vera góðar fréttir fyrir Landssímann. Vodafone formið er svipað hinu steingelda formi sem var á Íslandssíma. Logo og vörumerki TALs var miklu mun áhrifameira, fallegra og líflegra heldur en hið hið rauðahvíta merki Vodafone.

Af hverju er það annars svo að menn ákveða að kasta fyrirtækjaheiti sem hefur góða sterka skírskotun á íslenskum markaði(sem n.b. er sá eini sem fyrirtækið starfar á) til þess að taka upp vörumerki fyrirtækis sem er sáralítið þekkt á landinu, enda hefur aldrei starfað þar? Er þetta ef til vill ákveðið form á minnimáttarkennd, að við séum alveg óendanlega lame nema að við séum nær einungis með erlend vörumerki og firmaheiti??

Óli G. Håk. sendi inn - 17.04.03 18:27 - (Ummæli #4)

Þessu var nú skúbbað á FRÉTTUM fyrir margt löngu, svo varla teljast þetta tíðindi í netheimum eða öðrum fjölmiðlum :-) Og hvað, segja menn, og benda líka á að þriðja skilgreiningin í orðabókinni á orðinu og er: “Uh”. Flettið bara upp á því sjálf.

Mr News sendi inn - 17.04.03 21:06 - (Ummæli #5)

Ótrúlegt en satt þá er ég ánægður með nýja nafnið. Maður þarf bara aðeins að venjast því. Áfram Og!

Björn sendi inn - 18.04.03 00:44 - (Ummæli #6)

Mér finnst kannski sýna einna best hvað þeir OG menn eru stressaður útaf nafninu að Óskar Magnússon kepptist við að lýsa því að þeir hefðu fengið færustu markaðssérfræðinga í lið með sér og að unnar hefðu verið miklar markaðsrannsóknir.

Það fannst mér ekki lýsa miklu sjálfstrausti hjá stjórnendum fyrirtækisins. Og ekki bætir úr skák að þetta fyrirtæki, Vodafone, styrkir Manchester United. :-)

Einar Örn sendi inn - 18.04.03 11:17 - (Ummæli #7)

Hvers vegna finnst þér að þeir ættu að halda TAL vörumerkinu? Hvað finnst þér það merki standa fyrir?

Hver er markhópur TALS og hver er markhópur Íslandssíma, Títan, Intís og mig minnir Lína net hafi líka verið keypt inn. Öll þessi fyrirtæki eru kominn undir einn hatt.

Ég hef ekki trú á að það hefði verið góð lausn að halda TAL fyrir allann þennann pakka.

Þar sem ég vann þarna hjá þeim í 2 ár þá þekki ég innviðinn þónokkuð og það sem TAL var að bjóða uppá var bara ekki litill hluti af þeirri þjónustu sem Íslandssími var að bjóða uppá.

Þegar ég var hjá þeim þá sýndu markaðsrannsóknir að fyrirtæki vildu fá heildarlausn/pakka hjá einu fyrirtæki fyrir allar sínar fjarskipta/samskiptalausnir þannig þessi þróun er viðbrögð að einhverju leyti við þær rannsóknir.

Svo ekki sé minnst á það að Íslandssíma nafnið hefur neikvæða hugsun í för með sér eftir hlutabréfaruglið. Þannig ég er fylgjandi þessu nýja nafni.

My two cents.

Leifurinn í Prag. :-)

Leifur sendi inn - 18.04.03 14:14 - (Ummæli #8)

Thad er alveg rosalega mikill sokkinn kostnadur i vorumerkinu Tal. Thad er helviti stor akvordun ad henda thvi svona fra ser. Greinilegt ad thessir menn hafa peninga til ad brenna. Theim finnst greinilega litid um ad byrja upp a nytt (thannig sed)?

Oli sendi inn - 18.04.03 16:27 - (Ummæli #9)

Ég verð alltaf jafn undrandi þegar menn hrósa Tal fyrir flottar markaðsherferðir. Jú jú ég get alveg tekið undir það sumar auglýsingarnar frá þér voru nokkuð fyndnar og vel gerðar séð frá markaðslegu sjónarhorni. En ég fæ ekki betur séð en þetta sé að miklu leyti tekið tekið og stílfært hér frá símafyrirtækinu Orange. Þar sá ég að allt kynningar efni var nánast nákvæmlega eins, bara búið að setja inn myndir af íslenskum leikurum. Þar var aðal kennimerki sami appelsínuguli liturinn. Verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neinar sjónvarpsauglýsingar frá því fyrirtæki, en ég veit ekki hvort þetta flokkast undir hugmyndastuld en alla vega var ekki verið að gera neitt nýtt hjá Tali markaðslega séð. Mín skoðun er að þetta sé snallt að tengjast Vodofone. Þetta er vörumerki sem er vel kynnt og íslendingar hafa allaf snobbað fyrir því sem erlent er. Er samt sammála að með þetta “Og” , ég er ekki alveg að fatta það nafn.

Ólafur sendi inn - 30.04.03 17:35 - (Ummæli #10)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu