« apríl 15, 2003 | Main | apríl 18, 2003 »

Og hvað?

apríl 17, 2003

Sem áhugamaður um markaðsmál þá finnst mér alveg ótrúlega sorglegt hvernig Tal og Íslandssíma hefur nú verið breytt í Og Vodafone.

Alveg frá byrjun hefur mér fundist TAL hafa staðið framar flestum fyrirtækjum á Íslandi í markaðssetningu. Nafn fyrirtækisins, vörumerki, auglýsingar og allt kynningarefni hefur ávallt verið frábært. Ég efa það að annað fyrirtæki á Íslandi geti státað af jafn flottri og samhæfðri markaðsstefnu og TAL.

Og núna á að henda öllu þessu efni og fara að "döbba" breskar Vodafone auglýsingar. Það þykir mér frekar sorgleg þróun. Hefði ég ráðið einhverju hjá Íslandssíma og TAL hefði ég einfaldlega sameinað bæði merkin undir nafni TAL.

105 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Viðskipti

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33