« apríl 30, 2003 | Main | maí 02, 2003 »

Stórkostlegt!

maí 01, 2003

Já, í tilefni 1. maí, þá ætla ég að brjóta elstu og helgustu reglu þessarar heimasíðu: Ég ætla að birta niðurstöður úr könnun, sem ég tók á netinu:

konnun.gifJamm, þetta er magnað. Ég er bara helvíti nálægt Nýju Afli. Kannski að ég kjósi þá bara. Nei, annars þá finnst mér stjórnmálaflokkur með gamlan framsóknarmann, sem talar um það að lækka útgjöld til utanríkisþjónustu, sem einhverja patent lausn á flestum vandamálum, ekki ýkja heillandi.

Samt, þá hefur mér alltaf fundist hinn kallinn, Jón Magnússon held ég að hann heiti, frekar sannfærandi í þáttum einsog Silfri Egils. Svona Sjálfstæðismaður, sem er óhræddur við að mótmæla skoðunum flokksforystunnar (en þeir menn eru nánast útdauðir).

Annars hélt ég að ég myndi skora hærra hjá Sjálfstæðisflokknum, en ég gerði. Kannski er það stefnan í skattamálum, sem vegur þungt enda er ég á móti þessum róttæku skattalækkunum íhaldsins. Það er annars skrítið að það er enginn einn flokkur, sem sker sig úr hjá mér. Kannski er könnunin byggð upp þannig. Svei mér þá, ef ég væri ekki svo ósammála Framsókn í landbúnaðarmálum, þá hefðu þeir ábyggilega bara verið efstir hjá mér. Það hefði sennilega leitt til þess að ég hefði fengið áfall.

Annars, þá er eitt sem mér finnst athyglisvert við þá vefleiðaraskrifara, sem ég rekst á: Það er að það virðist enginn styðja Samfylkinguna!!!! (fyrir utan auðvitað meistara PR) Þetta eru allt Sjálfstæðismenn eða Vinstri-Grænir. Ég held hreinlega að nær allir stuðningsmenn Vinstri-Grænna á landinu haldi úti bloggsíðum. Eða þá að þeir eru svo sniðugir að ég rekst ávallt inná síður þeirra.

Ég efast um að ég gæti nefn einn starfandi vefleiðarahöfund, sem hefur lýst yfir stuðningi við Samfylkinguna! Þannig að ég ætla bara að verða fyrstur.

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum í vor. Og hananú!

295 Orð | Ummæli (22) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33