« Gyðingafordómar | Aðalsíða | Ríkisfrelsi? »

Alþjóðavæðingin étur börnin sín

maí 20, 2003

Á ég ekki bara að skúbba Múrinn: I was wrong. Free market trade policies hurt the poor.

Þetta er nokkuð athyglisverð grein skrifuð í helsta helgirit vinstrimanna á Íslandi, The Guardian. Greinin er skrifuð af Stephen Byers, fyrrum viðskiptaráðherra Bretlands. Hann segist áður hafa stutt að fullu fullkomlega opið markaðshagkerfi í þróunarlöndunum en hefur nú skipt um skoðun og segist vilja að þróunarlöndin verndi iðnaðinn sinn á meðan iðnaðurinn í viðkomandi löndum er að þróast.

As leader of the delegation from the United Kingdom, I was convinced that the expansion of world trade had the potential to bring major benefits to developing countries and would be one of the key means by which world poverty would be tackled.

In order to achieve this, I believed that developing countries would need to embrace trade liberalisation. This would mean opening up their own domestic markets to international competition. The thinking behind this approach being that the discipline of the market would resolve problems of underperformance, a strong economy would emerge and that, as a result, the poor would benefit. This still remains the position of major international bodies like the IMF and World Bank and is reflected in the system of incentives and penalties which they incorporate in their loan agreements with developing countries. But my mind has changed.

...

A different approach is needed: one which recognises the importance of managing trade with the objective of achieving development goals.

Og hann heldur áfram

Rich nations may be prepared to open up their own markets, but still keep in place massive subsidies. The quid pro quo for doing this is that developing countries open up their domestic markets. These are then vulnerable to heavily subsidised exports from the developed world.

The course of international trade since 1945 shows that an unfettered global market can fail the poor and that full trade liberalisation brings huge risks and rarely provides the desired outcome. It is more often the case that developing countries which have successfully expanded their economies are those that have been prepared to put in place measures to protect industries while they gain strength and give communities the time to diversify into new areas.

This is not intervention for the sake of it or to prop up failing enterprises, but part of a transitional phase to create strong businesses that can compete on equal terms in the global marketplace without the need for continued protection.

Just look at some examples. Taiwan and South Korea are often held out as being good illustrations of the benefits of trade liberalisation. In fact, they built their international trading strength on the foundations of government subsidies and heavy investment in infrastructure and skills development while being protected from competition by overseas firms.

...

Zambia and Ghana are both examples of countries in which the opening up of markets has led to sudden falls in rates of growth with sectors being unable to compete with foreign goods. Even in those countries that have experienced overall economic growth as a result of trade liberalisation, poverty has not necessarily been reduced.

Hann endar svo með skilaboðum til Alþjóðabankans

The way forward is through a regime of managed trade in which markets are slowly opened up and trade policy levers like subsidies and tariffs are used to help achieve development goals.

The IMF and World Bank should recognise that questions of trade liberalisation are the responsibility of the WTO where they can be considered in the overall context of achieving poverty reduction and that it is therefore inappropriate to include trade liberalisation as part of a loan agreement.

Þetta eru athyglisverðir punktar hjá Byers, þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu, sem hann segir. Hann leggur til dæmis ekki nóga áherslu á mikilvægi þess að ríku löndin felli niður sína tollamúra fyrir vörur frá þróunarlöndunum. Gríðarlegir tollar á landbúnaðarvörum eyðileggja tækifæri fyrir fátækustu löndin til að koma sínum helstu framleiðsluvörum á markað. Framsóknarmenn í öllum löndum eiga einna mestan heiður af því að viðhalda fátækt í heiminum.

Einar Örn uppfærði kl. 12:10 | 669 Orð | Flokkur: Hagfræði



Ummæli (2)


Ég er sammála þér um, að besta þróunaraðstoðin er að opna markaði á Vesturlöndum fyrir vöru og þjónustu frá þróunarlöndunum, og síðan þarf að opna þróunarlöndin fyrir fjármagni og þekkingu frá Vesturlöndum. Ráðherrann fyrrverandi gerir ekki nægilega skýran greinarmun á markmiðum og leiðum. Markmiðið er frjáls alþjóðaviðskipti og opið hagkerfi neytendum og framleiðendum í hag. Leiðin kann stundum að vera að fara sér hægt, gera ekki allt í einu, hrinda fólki ekki umsvifalaust út úr hefðbundinni umgerð tilveru sinnar. HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sendi inn - 21.05.03 15:48 - (Ummæli #1)

Það má margt segja um þennan pistil ráðherrans fyrrverandi. Hinsvegar finnst mér þetta sýna þekkingarleysi í hagsögu:

In more recent years, those countries which have been able to reduce levels of poverty by increasing economic growth - like China, Vietnam, India and Mozambique - have all had high levels of intervention as part of an overall policy of strengthening domestic sectors.

Ef hann skoðaði sögu þessara landa myndi einmitt sjást dæmi um þau jákvæðu áhrif sem opnun markaða hefur í för með sér.

Talandi um beingreiðslur, niðurgreiðslur, tolla og aðrar “verndaraðgerðir” vestrænna þjóða - sem eru reyndar þess háttar “verndaraðgerðir” að þær kosta þúsundir mannslífa í þriðja heiminum á ári hverju - þá mæli ég með skrifum J. Bhagwati, prófessors í Columbia. Einsog hann bendir á er eitt af vandamálum þriðja heimsins sú staðreynd að “ríku þjóðirnar” sjá viðskiptahindranir sem spil í pókerleik viðskiptasamninga. Þær fáu þjóðir sem hafa hinsvegar lagt niður slíka yðju hafa fegnið það margfalt til baka - þótt niðurfelling tolla, styrkja o.þ.h. hafi verið einhliða aðgerð! Þá má hinsvegar ekki gleyma því mikilvæga atriði í allri umræðu um þróunarmál, sem er uppbygging infrastrúktúrs.

Ef þjóðfélagið er ekki “tilbúið” er í raun sama hvað er gert, það fer allt til andskotans ef uppbygging á sér ekki stað. Mörg Afríkuríki eru því miður skólabókardæmi um hvernig hægt er að rústa löndum með því að loka þeim. Infrastrúktúrinn þarf að vera starfhæfur áður en hægt er að búast við nokkru.

Sem minnir mig á að ég var að heyra tölur um hvað það kostaði að gera Afganistan “starfhæft” sem land aftur. 20-22 milljarða dollara, ekki minna. Á Tokyo-ráðstefnunni fyrir ca. ári voru gefin loforð fyrir um 4 milljörðum. Af þeim hafa tveir skilað sér nú þegar.

Ágúst sendi inn - 22.05.03 15:22 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu