« júní 12, 2003 | Main | júní 21, 2003 »

Trackback æði

júní 13, 2003

Trackback, sem ég var að rembast við að útbreiða fyrir einu ári, er allt í einu orðið mjög vinsælt. Til dæmis er Múrinn núna kominn með Trackback einsog ég var að vonast eftir fyrir ári.

Ég er reyndar með slökkt á Trackback, því það er eitthvað við Windows IIS servera, sem gera Trackback erfitt fyrir. Þess vegna nota ég í staðinn "referrer" script, sem sést á öllum færslum mínum, til dæmis hér.

John Gruber á Makka síðunni Daring Fireball skrifar í dag nokkuð athyglisverað gagnrýni á Trackback og kosti "referrer" scripta umfram Trackbackið. Ég er nokkuð sammála honum. Referrer scriptin hafa það náttúrulega umfram Trackback að sá, sem vísar á færslurnar mínar þarf ekki að gera neitt nema að vísa á færsluna, hann þarf enga sérstaka tækni til þess að hans vísun komi fram.

Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að því að ef menn nota Trackback, þá munu tilvísanirnar aðeins koma úr mjög svo takmörkuðum hóp fólks, sem notar Trackback. Kostir "referrer" scripta eru til dæmis augljósir þegar að síður aðrar en bloggsíður vísa á færslur.

180 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33