« júlí 30, 2003 | Main | ágúst 04, 2003 »

Hæ hó jibbí jei

ágúst 01, 2003

Vúhú, ég er á leiðinni í útilegu!! Og það á stuttbuxum!! Ég er að spá í að pakka bara stuttbuxum og stuttermabol og sólarvörn. Ég er hins vegar ekki fífl og tek því regngalla með mér.

En allavegana veðrið er yndislegt. Vona bara að þetta verði einsog á Uxa fyrir einhverjum árum. Það er eina verslunarmannahelgin, sem ég man eftir í góðu veðri.

63 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

Leit.is

ágúst 01, 2003

Ætli þessi fyrirsögn geri það að verkum að ég verði efstur á leit.is þegar leitað er að leit.is?

Annars, þá mættu eigendur þeirrar síðu alveg fara að uppfæra hugbúnaðinn. Það er greinilegt að leitarvélin er orðin algjörlega handónýt. Mér tókst meira að segja að fá hundinn hans Friðriks til að koma sem niðurstaða númer 1 þegar leitað er að Hugo Chavez! (sjá tilraunina mína)

Sérstaklega er mikilvægt fyrir Leit.is að uppfæra núna þegar Movabletype er orðið nokkuð algengt tæki. Ég hef áður fjallað um það hvernig MT brenglar öllum niðurstöðum á leit.is.

Best væri bara fyrir leit.is að fá afnot af Google leitarvélinni. Hún er mun áreiðanlegri þegar á að leita að vefsíðum á Íslandi

117 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33