« Enski boltinn - fyrsta færsla | Aðalsíða | Afmæli og þynnka »

Fucking föstudagskvöld

ágúst 15, 2003

Er eitthvað leiðinlegra í þessum heimi en að vera einn heima á föstudagskvöldi?? Ég bókstaflega hata svona kvöld, ég er að morkna úr leiðindum. Víst að ég hafði ekkert planað í kvöld ákvað ég að reyna að þrífa íbúðina en ég gafst fljótt uppá því. Ég veit eiginlega ekki hvað ég hef verið að gera í allt kvöld.

Jú, ég horfði á Cubs vinna fjórða leikinn í röð (djöfull er Mark Prior góður!!). Hafnaboltadeildin bandaríska er algjört æði, því að þeir sýna alla leiki í gegnum Real Player í 300kb straum. Þannig að gæðin eru frábær og ég get horft á Cubs. Ég held að mér sé ekki eins annt um neitt íþróttalið einsog Cubs, nema auðvitað Liverpool.

Þrátt fyrir að Cubs hafi komið mér í gott skap, þá finnst mér einhvern veginn einsog maður sé meira einn þegar maður er einn á föstudagskvöldi. Ætti maður ekki að vera í bíó eða eitthvað með kærustunni? Æji, bölvað væl er þetta. Er ekki ennþá alveg búinn að ná mér eftir síðasta samband og hef því einstaklega gaman af því að vorkenna sjálfum mér. Veit ekki almennilega af hverju. Ég mæli líka eindregið gegn því að hlustað sé á Jeff Buckley í svona annarlegu ástandi. Það gerir bara illt verra.


Ég var í klippingu í dag og lít núna út fyrir að vera fjórum árum yngri en ég var í morgun. Það er svo sem ekki merkilegt. Hins vegar var ég að lesa Séð & Heyrt á hárgreiðslustofunni. Ein af ástæðunum fyrir því að ég fer reglulega í klippingu er að þá get ég lesið nokkra vikna skammt af Séð & Heyrt.

Allavegana, þá hýtur að vera helvíti fúlt að vera reglulegur gestur í þessu blaði. Ég myndi ekki beint fagna því að sjá grein um hversu ástfanginn ég væri af einhverri stelpu eftir að ljósmyndari Séð & Heyrt hefði séð okkur kyssast inná einhverjum bar. Það hlýtur að auka spennuna og þrýstinginn á sambandið verulega. Plús þá held ég að það sé hæpið að tala um ást eftir að par hefur sést á djamminu einu sinni af ljósmyndara Séð & Heyrt.


Bill Simmons er besti íþróttapislahöfundur í heimi, það er alveg ljóst. Í síðasta pistli sínum fer hann í gegnum póstinn sinn og þar kemur mjög góð spurning (þetta hefur komið of oft fyrir mig. Ég virðist laðast að stelpum, sem eru á föstu, einsog segull).

Q: What would be the best sports equivalent to that moment when you're talking to an attractive woman who you think you're hitting it off with, and she casually mentions her boyfriend mid-sentence, and you have to keep the conversation moving without showing disappointment?

A: Losing a no-hitter (nánast fullkominn leikur í baseball). No question. You're cruising along, all your pitches are working, you're trying not to get ahead of yourself, you're taking it one batter at a time, the crowd's getting behind you ... and then she casually throws out the boyfriend, like a piping-hot stake in the heart. And you have to regroup mentally, finish the conversation, and pretend that you're not even remotely rattled. Even though you're reeling inside.

(Doesn't that sound just like losing a no-hitter? And why do women relish doing that to us so much? It's like they teach a class for this stuff somewhere.)

Bill leggur einnig til hvernig menn geta veðjað á ýmsa atburði í brúðkaupum. Ég er einmitt að fara í eitt slíkt í Frakklandi á fimmtudag

So sprucing the festivities up with gambling. ... I mean, that's inspired genius. Let's assume that we're working with a 5 p.m. wedding ceremony, just for the sake of accuracy. Here are some other things you could gamble on:

1. Quality of the best man's toast vs. quality of the cake (even odds): This one could be especially fun if you wagered heavily on the best man, then he choked in his speech, and you wanted to kill him afterward. And yes, few things in life are more enjoyable than someone screwing up a best man's speech. I can't believe somebody hasn't turned "Worst Best Man Speeches" into its own TV show yet.

2. Girl who catches the bouquet hooks up with the guy who catches the garter (10-1 odds): I've only been to one wedding where this ever happened, so the 10-1 odds seem generous here.

3. Groom's horny friend starts grinding on the dance floor with somebody's attractive cousin who isn't 21 yet (even odds): And somebody's mother is always horrified. You can usually see this one coming. As an aside, I was delighted when this exact scenario happened at my wedding. It was a dream come true.

4. Band plays "I Will Survive" (+/- 8:45pm): I hate this song. There's always that one girl on the dance floor who just broke up with someone and gets a little too into the lyrics. Calm down, honey.

5. Token slutty bridesmaid goes after a waiter, band member, or any friend of the groom attending the wedding without his girlfriend (wager $400 to win $100): Easy money. When you mix the emotions of "I'm sad because my friend's getting married and I'm still single" with "I'm horny and drunk" and "Everyone looks good because we're all dressed up," just about anything's possible. They probably can't make these odds high enough.

6. Groom cries or faints during the wedding ceremony (3-1 odds): And here's the worst thing: You can't really make fun of them afterward. It was too big of a moment. So you might as well wager on it.

7. Puking or fisticuffs during the reception (10-1 odds): Although these odds drop to 3-1 in the general Boston area.

8. The Mother-Groom dance is "You Look Wonderful Tonight" (20-1 odds): We needed a long-shot wager on here. Imagine the excitement if you had 20-1 on Clapton and those first few seconds of the song started playing.

9. Fat guys dancing without their jackets and sweatstains under their arms (+/- 2.5): Another great part about weddings. Huge, sweeping sweatstains are always funny.

10. The token "couple who's been dating for three years and either need to get engaged or break up" have a huge blowout during the wedding reception (even odds): Not good times. Uh-oh ... I'm having flashbacks ...

And the ultimate long-shot bet...

11. Wedding called off at last minute (50-1 odds): It's dark, it's evil ... but a $10 bet wins you $500. More than enough to pay for your tux.

Einar Örn uppfærði kl. 23:07 | 1076 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


einar… við eigum svo margt sameiginlegt… ég fór í klippingu líka í gær og svo var ég þvílíkt að vorkenna mér að vera ein heima á föstudagskvöldi að horfá vídjó!!! :-)

katrín sendi inn - 16.08.03 09:12 - (Ummæli #1)

Þið hefðuð bara átt að hittast í gær og láta ykkur leiðast saman, verðið að muna þetta næst!!!! Annars var ég einmitt að hugsa í gærkvöldi hvað mér fannst æðislegt og notalegt að vera heima á föstudagskvöldi… ég er kannski orðin svona gömul??? :-)

Soffía sendi inn - 16.08.03 09:35 - (Ummæli #2)

Jamm, það hefði pottþétt verið skemmtilegra en gærkvöldið var. Ég fór eiginlega að sofa af því að ég hafði ekkert að gera, ekki vegna þess að ég var svo þreyttur. :-)

En það lítur allavegana út fyrir að kvöldið í kvöld verði skemmtilegra. :-)

Einar Örn sendi inn - 16.08.03 15:28 - (Ummæli #3)

ég líka mar, ég var sofnuð rúmlega 11!

katrín sendi inn - 17.08.03 13:05 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu