« ágúst 17, 2003 | Main | ágúst 19, 2003 »

Rússlandsferđ

ágúst 18, 2003

Á morgun er ég ađ fara í frí. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma, sem ég tek mér frí frá vinnu eđa skóla. Ég ćtla ađ byrja ađ fara til Frakklands, ţar sem ađ Jens PR vinur minn ćtlar ađ giftast Jónu vinkonu minni. Ţau ćtla ađ gifta sig í einhverjum gömlum kastala á fimmtudaginn.

Á föstudaginn ćtla ég svo ađ fljúga til Moskvu, ţar sem ég ćtla ađ eyđa viku. Ţađan ćtla ég ađ taka lest upp til St. Pétursborgar, ţar sem ég ćtla ađ eyđa annarri viku.

Ég er ađ fara einn til Rússlands og verđur ţađ ábyggilega dálítiđ skrítiđ. Ţađ hefur lengi veriđ draumur minn ađ fara til Rússlands og ákvađ ég bara ađ skella mér sjálfur. Ég veit ađ mér á aldrei eftir ađ takast ađ sannfćra vini mína eđa stelpur, sem ég á eftir ađ kynnast, um ađ fara til Rússlands, ţannig ađ ég fer bara einn.

Ţetta er líka gott tćkifćri til ađ jafna mig eftir allt vinnuálagiđ og vesen í einkalífinu undanfarnar vikur og mánuđi.

Ţađ verđur fínt ađ slökkva á GSM símanum og njóta ţess í stađ rússneskar menningar í rólegheitum. Djöfull hlakkar mig til.

194 Orđ | Ummćli (4) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33