« Ungir Davíðsdýrkendur rífast | Aðalsíða | Cubs Win! Cubs Win! Cubs win! »

It feels like something's heating up

september 27, 2003

Það virðist vera standard á djamminu að það er ávallt einhver stelpa, sem lætur það fara alveg óheyrilega í taugarnar á sér að ég rekist óvart í hana á dansgólfinu. Þetta hefur að ég held gerst þrjú síðustu skiptin, sem ég hef farið á Hverfisbarinn, nú síðast í gærkvöldi. Magnað að sumt fólk skuli vera í vondu skapi á djamminu, en ég skemmti mér samt meiriháttar vel. Hey, ég þarf mitt pláss þegar það er verið að spila Justin :-)

Úff, Cubs spila tvo leiki í dag við Pittsburg. Ég er að deyja úr spennu!! Þeir eru í efsta sæti og eiga 3 leiki eftir, svo þeim dugar að vinna þá.

By the way, hvað varð um Ágúst Fl.? Trúi ekki að hann sé hættur líkt og Svansson.

Einar Örn uppfærði kl. 16:37 | 129 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (2)


Þetta er allt í vinnslu. Talaði við Network Solutions í gær og hann Mark vinur minn þar lofaði mér að kippa þessu öllu saman í liðinn, þar sem þeir endurnýjuðu ekki domainið fyrir mig einsog ég bað um. Áður átti ég að borga 150 dollara fyrir að endurheimta domainið, þar sem það hefði “runnið út”. Nú bíð ég bara eftir því að domainið verði aftur virkt - og sjá svo hvað reikningurinn hljóðar upp á :-)

Það er puð að hafa domain.

Ágúst sendi inn - 27.09.03 20:10 - (Ummæli #1)

Bara handrota ðær mar… það er allt réttlætanlegt í ástum og Djöstin!

dmon sendi inn - 27.09.03 21:27 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu