« Mánudagsþreyta | Aðalsíða | Leiðrétting »
Fyrirlestur í Háskólanum
nóvember 12, 2003
Á morgun mun ég halda fyrirlestur í Háskólanum (HÍ). Mun hann fjalla um stofnun eigin fyrirtækja. Þar ætla ég að miðla smá af minni reynslu varðandi stofnun og rekstur Serrano.
Ég svo sem ekki von á mörgum áhorfendum, þar sem 30 hræður mættu á fyrirlestur forsætisráðherra Namibíu.
Ég vona þó að einhverjir mæti. Ég ætla allavegana að reyna að hafa þetta áhugavert
Ég ætla aðeins að fjalla um stofnun Serrano og svo þau vandamál, sem við höfum rekist á. Hvet alla til að mæta. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi í stofu L-103 á morgun, fimmtudag frá 12:15-12:45.
Ummæli (2)
Hr. Svavar sendi inn - 19.11.03 19:20 - (Ummæli #1)
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu
Hurðu Einar, er einhver séns að þú getir komið þessari reynslu á blað (skjal/síðu) fyrir okkur heimskingjana. Ég var sjálfur á kafi í vinnu þegar þessi fyrirlestur var, annars hefði ég komið. Þetta væri afar áhugaverður lestur… Bestu kveðjur, Svavar