« L0ND0N og Köln | Aðalsíða | Kvót dagsins »

"Slappað af"

desember 08, 2003

Í dag ákvað ég að fresta öllu íbúðarstússi til að bjarga geðheilsu minni. Þess í stað skellti ég mér á snjóbretti og seinni partinn barðist ég við skrímsli í Írak. Mikið var það gaman.

Ég er reyndar ennþá haldinn einhverjum skólakomplex, því ég get aldrei slappað almennilega af, án þess að líða einsog ég sé að skorast undan því að gera eitthvað nytsamlegra.

Það var nefnilega þannig í skóla að ef ég var eitthvað að slappa af um helgar, þá fékk ég alltaf samviskubit, því það voru allta einhver verkefni, sem maður átti eftir að gera. Þess vegna gat ég aldrei notið afslöppunarinnar almennilega.

Enn þann dag í dag get ég ekki losnað við þessa tilfinningu. Ég ákvað að gera ekki nokkurn skapaðan hlut í dag nema sitja fyrir framan sjónvarpið, en samt var ég alltaf að kíkja á tölvupóstinn minn og tékka hvort síminn minn væri ekki örugglega í lagi. Svo fékk ég líka geðveikt samviskubit yfir því að ég nennti ekki að fara í Byko að kaupa gólflista í íbúðina. Ég bara nennti því svooo ekki.

Þrátt fyrir þessi afslappsvandræði, þá var alveg fáránlega gott að geta eytt heilum sunnudegi í leti án þess að vera einu sinni þunnur. Ég ætti að gera þetta oftar.

Einar Örn uppfærði kl. 00:37 | 208 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (3)


það er viss list að hafa ekkert að gera og hafa ekki samviskubit. Ég hef einmitt verið að kljást við sama vandamál og hefur GT3 hjálpað mér talsvert þessa helgi í að takast á við þetta ,,vandamál”. Ég held að þetta hljóti samt að koma með aldrinum :-)

Tryggvi R. Jónsson sendi inn - 08.12.03 01:21 - (Ummæli #1)

There is no pleasure in having nothing to do, the fun is in having lots to do and not doing it.

Mary Wilson Little

Kristján sendi inn - 08.12.03 09:18 - (Ummæli #2)

Nákvæmlega! Ég man að Jack Welch sagði á fyrirlestrinum sínum á Nordica að honum hefðu fundist hundleiðinlegt í golfi eftir að hann hætti að vinna. Hann sagði að aðalfjörið við golfið áður fyrr hefði verið sú staðreynd að hann var einmitt að sleppa því að vinna.

Einar Örn sendi inn - 08.12.03 10:10 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu