« Liverpool?? | Aðalsíða | Liverpool?? »

Muse tónleikar

desember 13, 2003

Ok, fór semsagt á Muse á miðvikudaginn. Ég og Friðrik vinur minn fengum boðsmiða í stúku og fengum við sæti á fínum stað. Mínus voru helvíti góðir í upphituninni. Sándið var ekki alveg nógu gott en þeir bættu það upp með sviðsframkomu og kröftugum flutningi.

Muse voru ótrúlega magnaðir. Matthew Bellamy er náttúrulega ótrúlegur snillingur. Magnaður píanó- og gítarleikari og frábær söngvari. Ég uppgötvaði þetta band ekki nema fyrir nokkrum vikum en síðan þá hef ég hlustað á fátt annað en diskana með þeim og ég verð að segja að þeir eru alveg frábært band.

Það er svo sem ekki mikið að segja um þetta. Absolution er uppáhaldsdiskurinn minn í dag og það er frábært að geta farið með hljómsveit og séð þá taka uppáhaldsdiskinn sinn hverju sinni. Það er ekki oft sem það gerist, sérstaklega á Íslandi. Man bara eftir Blur eftir Parklife, Rage Against the Machine og svo Coldplay eftir A Rush of Blood to the head.

En allavegna, þið sem hlustið ekki á Muse eða fenguð ekki miða, misstuð af frábærum tónleikum!

Einar Örn uppfærði kl. 11:40 | 175 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (3)


thank you for rubbing it in!!! :-)

Bylgja sendi inn - 13.12.03 12:17 - (Ummæli #1)

Ég er SVO sammála þér um þessa tónleika! Þeir voru hreint út sagt frábærir, en við hverju er að búast af einni bestu hljómsveit nútímans? :-)

Dóra sendi inn - 16.12.03 16:25 - (Ummæli #2)

já þetta er svo satt hjá ykkur hérna Muse eru bara einfanldega besta hljómsveitinn í dag. Þeir eru svo metnaða fullir í öllu sem þeir gera og Matthew er bara snillingur af guðsnáð. Og ég kvet alla til að gefa þessum gaurum séns og hlusta á þessa snild sem hérn er verið að bjóða uppá. Það sem ég elska t.d við muse er hvað lauginn þeirra eru bara eins og tónverk eða eithvað samt rokcuð en allavega Muse rocka.

Eyþór sendi inn - 02.05.04 20:58 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu